Valsblaðið - 01.05.2002, Síða 35
Ettir Hauk R. Magnússon
Geir Sveinsson ásamt ásamt valinkunnum leikmönnum meistaraflokka í handbolta og
yngstu iðkendunum semfengu viðurkenningu á uppskeruhátíð handknattleiksdeildar.
framhaldi af því sem við gerðum síðasta
vetur. Við verðum þá að spóla aðeins til
baka og spyrja okkur hvort það sem við
gerðum í fyrra hafi verið raunhæft þegar
lagt var af stað í mótið. Að sumu leyti
var það, að öðru leyti ekki. Við náðum
því út úr okkur sem til var ætlast og
kannski rúmlega það. Það er ljóst að það
hafa átt sér stað ákveðnar breytingar. Við
misstum tvo mikilvæga menn og annar
þeirra spilaði gífurlega stórt hlutverk.
Það tekur auðvitað heillangan tíma að
fylla þetta skarð. Við megum ekki
gleyma því að í byrjunarliðinu í dag eru
tveir menn sem aldrei hafa spilað í 1.
deild. Út frá þessum þáttum finnst mér
kannski full mikið farið fram á og ekki
sjálfsagt að titill eigi að vera krafan. Það
væri kannski ekki óeðlilegt ef það gerð-
ist en það má bara svo lítið út af bregða.
Við erum með mjög ungt lið og frábæran
markvörð sem er stór hluti af liðinu."
— Hefur þú þurft að gera einhverjar
taktískar breytingar frá síðasta tíma-
bili?
„Heilmiklar, fyrst og fremst varnarleg-
ar. Valur er þekkt fyrir að spila 6-0 vöm
og hefur gert það í fjölda ára en spilar nú
3-2-1, frekar „aggresívan“ vamarleik.
Það er fyrst og fremst út af þeim mann-
skap sem ég hef í höndunum. Eg hef
þurft að breyta heilmiklu og hvað varnar-
leikinn varðar er um algjöra strúktúr-
breytingu að ræða.“
— Sigfús Sigurðsson tók miklum
framförum undir þinni handleiðslu,
sérðu hina ungu línumenn okkar í dag
ná eins langt?
„Ég hef heilmikla trú á þeim. Við
verðum bara að taka tillit til þess að þeir
em báðir á sínu fyrsta ári. Ragnar Ægis-
son getur leikið lykilhlutverk í vamarleik
og orðið góður sóknarmaður. Brendan
Þorvaldsson hefur komið mjög vel út,
staðið sig frábærlega í vöm en hefur
fengið aðeins minni tækifæri en Raggi í
sókn. Mér finnst framtíð þeirra björt.“
— Hvað hefði mátt fara betur í úrslit-
unum í fyrra?
„Við náðum þeim frábæra árangri að
vinna sex leiki í röð í úrslitakeppninni
sem ég held að ekkert lið hafi náð að
gera. En við náðum því einnig að tapa
þremur leikjum í röð. Fyrir mig sem
þjálfara var það langerfiðast, ekki það að
við skyldum tapa íslandsmótinu heldur
frekar það að hafa tapað þrisvar í röð og
að hafa ekki náð að snúa spilinu við. Við
Ágúst Jóhannsson aðstoðarþjálfari minn
ræddum það mikið eftir á og það var
ekkert stórvægilegt sem við fundum út
að hefði mátt gera öðruvísi. Við fengum
mjög mikið út úr mannskapnum."
— Valur hefur ekki orðið deildar-
meistari í 7 ár, er þér það mikið
kappsmál að vinna deildarmeistaratit-
ilinn?
„Jú, ég neita því ekki. Ég er mjög
óhress með þá umræðu sem hefur verið í
gangi undanfarið. Mér finnst alveg rétt að
deildarkeppnin sé skoðuð en mér finnst
óþarfi að staglast á því að leikir séu óþarf-
ir og hafi enga þýðingu. Ég skil ekki svo-
leiðis röksemdafærslur. Mér hefur stund-
um fundist það vanta að þeir sem eru að
setja fram þessa gagnrýni reyni að setja
sig í spor þessara leikmanna og þjálfara
sem eru að berjast um þetta. Sportið
gengur út á það að vinna leiki, þannig að
tala um að eitthvað sé ekki þýðingarmikið
og halda það að menn komi bara í mánuð
til þess að spila handbolta í úrslitakeppn-
inni, get ég ekki verið sammála. Fyrir mig
sem þjálfara og fyrir leikmenn skiptir
hver einasti leikur máli. Að standa uppi
sem sigurvegari eftir 26 leiki tel ég vera
mjög gott afrek. Síðan getum við rökrætt
það hvort áhorfendur séu nægilega marg-
ir, hvort getumunur liðanna sé of mikill
eða hvort það sé sanngjamt að þú fáir að
verða íslandsmeistari eftir fjórar vikur í
úrslitakeppni.“
— Á deildarmeistaratitillinn að hafa
meira vægi og á að breyta núverandi
fyrirkomulagi?
„Það eru kannski ýmsar lausnir til á
því. í fyrsta lagi er ekkert hægt að gera á
einu ári, við getum ekki ákveðið í vor að
við ætlum að gera eitthvað næsta háust.
Sú róttæka ákvörðun að segjast ætla að
fækka niður í 8 eða 10 lið þarf einhvem
aðdraganda. Það sem gæti gerst er að hafa
10 lið og síðan úrslitakeppni með 8 liðum
eða við gætum verið eingöngu með átta
efstu liðin og spilað fjórfalda umferð. Það
tekur heilt ár sennilega að búa þetta til.
Við þurfum líka að spyrja okkur þeirrar
spumingar hvort úrslitakeppnin sé eins
óviðjafnanleg og við tölum um. Gott
dæmi um það er úrslitakeppnin í fyrra þar
sem var ekki einu sinni uppselt í fyrsta úr-
slitaleiknum við KA.“
— Þetta er einstakur hópur sem þú
ert með í höndunum, finnst þér ekki
að Valsmenn mættu sýna þeim meiri
áhuga?
„Ég neita því ekkert. Það er sorglegt
að í einu skiptin sem við fáum 400 til
500 manns í húsið er þegar við dreifum
1000 boðsmiðum í skólana hérna í kring
og annað. Það er ekki hægt að segja að
það sé stór kjarni sem komi hérna á leik-
ina en þessi litli kjarni sem kemur er al-
veg frábær og hefur stutt okkur alveg
dyggilega. Við erum sérstaklega þakklát-
ir fyrir þeirra stuðning.“
Valsblaðið 2002
35