Valsblaðið - 01.05.2002, Page 41

Valsblaðið - 01.05.2002, Page 41
Grímur hœtti störfum sem formaður knattspymudeildar á haustdögum. Hann var á uppskeruhátíð deildarinnar og afhenti Irisi Andrésdóttur viðurkenningu sem leikmaður meistaraflokks og Málfríði Ernu Sigurðardóttur verðlaun en hún var kjörin sú efnileg- asta. (Mynd ÞÓ) að gera veg félagsins sem mestan. Ég er talsmaður þess, að við skoðum vandlega, hvort ávinningur sé í því fólg- inn fyrir Val, að við brjótum upp það hefðbundna form, sem hefur verið á stjómskipulagi félagsins. Valur skiptist nú í þrjár deildir eftir íþróttagreinum. En það em tvær aðrar breytur til staðar, ann- ars vegar aldur og hins vegar kyn iðkandans. Er nauðsynlegt að byrja á því að skipta starfsemi félagsins upp eftir íþróttagreinum og síðan innan greinar- innar eftir aldri og kyni? Af hverju get- um við ekki brotið þetta upp og farið aðrar leiðir, t.d. að líta á aldur sem grunnbreytuna? Þá mundum við byrja á því að skipta starfsemi félagsins í bama- og unglingastarf annars vegar og afreks- starf hins vegar. Það eru sumir sem segja, að slík skipting eigi betur við þær þjóðfélagsaðstæður, sem við búum nú við. Þetta þarf að skoða. Aðalstjóm hefur skipað nefnd undir stjórn Svala Björg- vinssonar, sem á að skila tillögum um stefnumótun félagsins, þar sem m.a. þessir þættir verða skoðaðir” — Aðstaða áhorfenda hefur verið vandamál, eru úrbætur í augsýn? „Aðstöðuleysið er yfirþyrmandi héma hjá okkur. Þessi mannvirki em alls ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til slíkra mannvirkja nú. Það er einmitt stærsti hluti framkvæmdaáætlunar,sem við vinnum nú að ásamt Reykjavíkur- borg, að breyta þessu. Til þess að geta staðið fyrir öflugri starfsemi þarf góða aðstöðu og til þess að nýta góða aðstöðu þarf öfluga starfsemi. Nú erum við að stórbæta aðstöðuna og samhliða því hljótum við að fara í aðgerðir til þess að auka iðkendafjöldann. Þetta hangir allt sarnan." — Ertu ánægður með rekstrarform félagsins? „Eins og ég nefndi áður, er ég áhuga- samur um að það sé skoðað, hvort rétt sé að gera breytingar þar á. Það hefur mikið unnist á með stofnun fjárreiðunefndar, sem sér til þess, að það verður ekki stofnað til neinna fjárhagslegra skuld- bindinga Vals, nema með samþykki aðal- stjómar. Það er okkar fyrsta verkefni á undan öllum öðrum verkefnum að tryggja, að félaginu verði ekki aftur steypt í skuldir. Deildafyrirkomulagið var sett upp um miðja síðustu öld, vegna þess að það hentaði þá. Hver er að segja að þetta fyrirkomulag henti nú? Ég tel, að Valur eigi að vera eitt félag, með eina stjórn og sameiginlegan fjárhag í rekstrarlegu tilliti eins og fyrirtæki. Frá rekstrarlegu sjónarmiði mætti sjá Val fyrir sér sem e.k. þjónustufyrirtæki á sviði íþrótta fyrir Reykvíkinga. Valur getur síðan verið með fjölþætta íþrótta- og félags- starfsemi, sem skipt væri með einhverj- um hætti eftir þeim grunnbreytum sem ég nefndi áður. Ég undirstrika að þetta eru vangaveltur og allar skipulagsbreyt- ingar krefjast mikillar undirbúnings- vinnu og þurfa að gerast í góðri sátt við alla Valsmenn. Vinna stefnumótunar- nefndar mun nýtast okkur vel til undir- búnings frjórrar umræðu innan félagsins um þetta efni. Ef okkur tekst vel til við uppbyggingu á Hlíðarenda og útbreiðslustarfið, erum við komin með Val á rétta braut. Fjölgun iðkenda er meginverkefni í ljósi þess að uppbygging er tryggð. Náist árangur á því sviði, er framtíð Vals mjög björt bæði á afrekssviðinu í öllum greinum og á hinum félagslega vettvangi." Formaður Vals lék með 3. flokki 1971 en í þeim hópi var kjarni Valsmanna sem átti eftir að ná langt í boltanum. Standandi frá vinstri: Lárus Loftsson þjálfari, Einar Kjartansson, Friðgeir Kristinsson, Gunnar Friðgeirsson, Ólafur Magnússon, Kristinn Björnsson, Sverrir Ögmundsson, Hörður Hákonarson og Guðlaugur Björgvinsson aðstoðarþjálfari. Sitjandi frá vinstri: Hafliði Loftsson, Steindór Gunnarsson, Hannes Lárusson, Birgir Jónsson, Grímur Sœmundsen og Guðmundur Björgvinsson. Valsblaðið 2002 41

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.