Valsblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 46

Valsblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 46
Valur í fararbroddi Valur hefur alla burði til að vera leið- andi, á íslandi og í Evrópu, á sviði þjálf- unar, aðbúnaðar og aðstoðar við ung- menni. Valur á ennfremur að marka sér harða afreksstefnu, meta iðkendur á ákveðnum tímapunkti og vinna mark- visst að því, með leyfi og í samvinnu við foreldrana, að búa til afreksmenn. Þótt við gerum öllum iðkendum jafn hátt undir höfði, gefum öllum sama tækifæri í upphafi, munu hinir hæfustu lifa af. Slíku náttúrulögmáli verður ekki breytt. Og Valur á að meðhöndla þá einstaklinga sem „söluvöru“ þótt slíkt orðalag fari hugsanlega fyrir brjóstið á einhverjum. Allir metnaðargjamir íþróttamenn vilja komast að sem atvinnumenn og það eru miklir peningar í spilinu. Foreldrum er þetta líka ljóst. Þótt ákveðnir einstakling- ar séu valdir í einhvem „elítuhóp" er ekki þar með sagt að þeir haldist þar inni af sjálfsdáðum — án fyrirhafnar. Kannski munu aðrir skara framúr á seinni stigum og komast í hópinn á kostnað annarra. Það er gífurlega kostnaðarsamt að halda úti metnaðargjörnu íþróttafélagi og að sama skapi eru tekjuleiðir takmarkað- ar. Til þeSs að fjöldinn geti notið þess að- búnaðar og þeirrar umgjarðar sem Valur ætlar að bjóða upp á, er skjótfengnasta tekjuleiðin að selja leikmenn til erlendra liða. Allir munu njóta góðs af því, bæði iðkendur sem halda merki Vals á lofti innan vallar, sem og þeir sem hafa æft í frábærum félagsskap um árabil, orðið sterkari persónuleikar sem finnst að þeim standi allir vegir færir - þótt þeir hafí ekki orðið afreksmenn. Valur er og verður félagið okkar og framtíð þess er í okkar höndum. Valur er ekki eitthvert bákn sem húkir sjálfbjarga undir Öskjuhlíðinni. Valur er ekkert ann- að en ég, þú og allir hinir. Við erum hjartsláttur félagsins, sál þess og styrkur. Án okkar væri Valur ekkert nema saga um glæsta fortíð. Félagið þarf á okkur að halda, við þurfum á Val að halda. Við eigum að sameinast um að Valur haldi áfram að vera það félag á Islandi, og þótt víðar væri leitað, sem allir líta upp til og bera virðingu fyrir — sökum þess að þar starfar heiðarlegt og metnaðargjamt fólk, iðkendur sem vita hvaða árangri þeir vilja ná í lífinu og þjálfarar sem eru and- legir leiðtogar og fyrirmyndir. Ijósið Hvað hefði land vort liðið hin löngu þúsund ár, ef Ijósið hefði ei logað, er líknar — þerrar tár. Á ísaköldum öldum, á eymdarmyrkurs braut, var birtan þín sú bjarta bót og líkn með þraut. Kerti’ í hverju koti kveikti von og trú en Ijósið, sem oss lýsti lífsins veg, varst þú. Enn í dag og áfram allt til eilífðardags þú Ijós munt veröld lýsa til lokasólarlags. Vér drúpum höfði Drottinn í djúpri bæn til þín. Þér þökkum lífið - landið með litlu börnin sín. Þetta Ijóð er eftir Valsmanninn Jón Karlsson og er að finna í bókinni; ,,Ljóð frá liðinni öld“ sem kom út í nóvember 2000. Ljóðið er ort á páska- dag 23. apríl 2000 í Mil Palmeras í tilefni af kristnitökuhátíðinni síðar á árinu. 46 Valsblaðið 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.