Valsblaðið - 01.05.2002, Page 48
Bjarki Gústafsson er að leika sitt síðasta tímabil með körfuboltaliði Vals
og ætlar að hefja liðið til flugs áður en hann heldur út í nám.
„Handbolti er jaðaríþróttagrein á heimsvísu,” segir Bjarki sem vill að köifubolti fái ít-
arlegri umfjöllun (fjölmiðlum. (Mynd ÞÞ)
Það er ekki hægt að segja með sanni að
meistaraflokkur Vals í körfubolta hefji
keppnistímabilið með stæl þótt ljósglæt-
an í rökkrinu hafi verið frábær útisigur
gegn Islandsmeisturunum frá Njarðvík á
dögunum. Lið, sem vinnur slfkt afrek, á
að hafa sjálfstraust og meðbyr til að taka
á öðrum liðum af krafti og festu en slíku
hefur ekki verið að heilsa. Rassskelling í
sumum leikjum er staðreynd en Vals-
menn vilja án efa snúa við blaðinu og
hefja nýja sókn til sigurs.
Einn af máttarstólpum Vals er Bjarki
Gústafsson sem steig sín fyrstu skref fyr-
ir Val í minniboltanum. Hann er 26 ára
gamall og kominn heim á ný eftir að
hafa verið „lánaður" til Hauka á meðan
Valur lék í 1. deild á síðasta tímabili.
Hvernig ætli honum hafi líkað hjá Hafn-
arfjarðarliðinu?
„Haukar eru ekki Valur,“ svo mikið er
víst segir Bjarki ákveðinn. „Staðreyndin
er bara sú að manni líður langbest
heima. Mér gekk bærilega í úrvalsdeild-
inni með Haukum en var samt ákveðinn í
að halda aftur að Hlíðarenda þegar Valur
lék aftur á meðal þeirra bestu. Þótt
Haukum gangi betur en okkur um þessar
mundir tel ég það hafi verið rétt ákvörð-
un.“
— Þú ert væntanlega ekki sáttur við
frammistöðu Vals það sem af er móti.
„Síður en svo því ég er í íþróttum til
að vinna. Mannskapurinn er til staðar til
að gera mun betur, eins og sýndi sig þeg-
ar við unnum Njarðvíkinga, en það er
eins og menn geti aldrei átt góða leiki
allir sem einn - samtímis. Það er ekki
vænlegt til árangurs ef hver og einn leik-
maður ætlar að eiga stjörnuleik annað
slagið. Vissulega mætti breiddin vera
meiri og kannski mættu yngri leikmenn
fá fleiri tækifæri til að sanna sig en mátt-
arstólpar liðsins mega ekki klikka. Menn
tala um „Valsveikina" sín á milli í deild-
inni því ef leikir okkar eru í járnum und-
ir lokin blossar „Valsveikin" upp sem
gerir það að verkum að við töpum. Til að
mynda vorum við 7 stigum yfir gegn
Hamri um daginn og tvær og hálf mínúta
eftir en samt töpuðum við með 4 stigum.
Eflaust vantar okkur sterkari hefð fyrir
48
Valsblaðið 2002