Valsblaðið - 01.05.2002, Page 49

Valsblaðið - 01.05.2002, Page 49
Eftir Þorgpím Þráinsson Meistaraflokkur Vals í körfubolta keppnistímabilið 2002-2003. Aftari röð frá vinstri: Bergur Emilsson þjálfari, Ragnar Steinsson, Hinrik Gunnarsson, Laverne Smith Jr., Bjarki Gústafsson. Fremri röð frá vinstri: Guðbjörn Sigurðsson, Gylfi Geirsson, Agúst Jensson, Högni Egilsson og Olafur Már Ægisson. Sköinmu eftir að myndin var tekin var Bergur Emilsson þjálfari leystur frá störfum en Agúst S. Björgvinsson ráðinn þjálfari. sigrum og titlum en ef slíkt er ekki til staðar verðum við að vera fruntkvöðlar á því sviði, sýna karakter. Valur hefur verið jójó-lið síðustu árin en við höfum alla burði til að breyta því. Mér er það mikið metnaðarmál að skilja við Val í góðri stöðu því ég mun halda til Danmerkur í júní 2003 og hefja nám í tæknifræði. Ég hef lokið rafvirkjanámi og vil mennta mig enn frekar á því sviði. Ef ég stekk síðan á mastersnám, útskrifast sem verkfræðing- ur, kem ég ekki heim næstu sex árin.“ — Ætlarðu að spila samhliða nám- inu? „Ef mér gengur vel í vetur og statistik mín í leikjunum er góð hef ég fullan hug á því. En sterk lið hafa síður áhuga á leikmönnum sem eru í slökum liðum og nteð slæma statistik. Þetta veltur því töluvert á minni frammistöðu." — Hvað finnst þér um boltann hérna heima? „Eins og flestum körfuboltamönnum finnst mér við fá allt of litla athygli í fjöl- miðlunt ef við berum okkur til dæmis saman við þá umfjöllun sem handboltinn fær. Handbolti er jaðaríþróttagrein á heimsvísu og Bandaríkjamenn sem koma hingað og sjá handbolta vita ekki hvað er í gangi, hrista hausinn. Tölur frá ISI sýna að mun fleiri stunda körfubolta en hand- bolta á íslandi og þess vegna viljum við að íþróttinni sé gerð betri skil. Vissulega er íslenska landsliðið með betri landslið- um í heimi en útbreiðsla íþróttarinnar er lítil. Núna erunt við að eignast alvöruat- vinnumenn í körfubolta, eins og Jón Am- ór Stefánsson og Loga Gunnarsson en slíkt gæti aukið umljöllunina til ntuna. Jón Amór er að spila í yfir 30 mínútur í leik í Bundesligunni sem er frábær ár- angur og var að auki valinn leikmaður mánaðarins um daginn. Boltinn heima er hvorki betri né verri en áður en ég hef hins vegar fulla trú á því að við munum eignast fleiri leikmenn eins og Jón Amór og Loga þegar fram líða stundir.“ Bjarki hefur aldrei þjálfað yngri flokka Vals, einfaldlega vegna þess að hann hef- ur ekki áhuga á þjálfun. „Ég hef hinsveg- ar fylgst vel með Ágústi S. Björgvinssyni og þeim kraftaverkum sem hann er að gera með yngri flokkana í körfubolta hjá Val. Það er ekki hægt að finna betri mann en hann í starfið. Satt að segja vildi ég hafa hann sem aðstoðarþjálfara meistara- flokks því Gústi er hafsjór af fróðleik, þótt hann sé ungur að ámm, og við þurf- um slíkan mann til að segja okkur til. Hann býr yfir gríðarlegri þekkingu, er vakinn og sofinn í þjálfarastarfmu." Bjarki lék einnig knattspyrnu á sínum yngri árum og var landsliðsmaður í sigl- ingum. Hann segist hafa endað á hinum eina rétta stað í boltanum. Um þessar mundir er Bjarki stigahæstur í meistara- flokki á eftir Kananum og Valsmenn treysta á að hann og félagar hans haldi merki Vals á lofti í körfunni á tímabilinu. Fall er ekki á dagskrá! Munið getraunanúmer Vals - 101 Valsblaðið 2002 49

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.