Valsblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 56
Þessi litla Valshnáta var í knattspyrnu-
skóla Vals og Siemens sl. sumar og hefur
það áreiðanlega að leiðarljósi að ,,láta
kappið aldrei bera fegurðina ofurliði"
eins og séra Friðrik lagði svo ríka
áherslu á.
er stórt í sniðum og ótal margt að fínna
þar, m.a. eitt og annað tengt íþróttinni
sem sr. Friðrik dáðist að. Eins og þekkt
er gaf sr. Friðrik leyfi fyrir því að Valur
yrði stofnaður innan KFUM og þó svo
að fleiri íþróttafélög tengist sögu KFUM
(t.d. Haukar og hið endurvakta Hvatsfé-
lag) þá eru þessi tengsl líklega þau var-
anlegustu og áhugaverðustu. Valur hefur
ásamt fleirum reist kapellu til að heiðra
minningu sr. Friðriks og hann hefur
alltaf skipað sérstakan sess á meðal
þeirra. Hann var gerður að heiðursfélaga
Vals 11. maí 1931. f skjala- og handrita-
safninu er hægt að finna nokkrar ræður
og ávörp sem vitna um samband sr. Frið-
riks og KFUM við Val.
Við vígslu hins nýja Vals-svæðis 10.
maí 1936 kemur enn skýrar í ljós hvem-
ig sr. Friðrik leit á knattspyrnuna sem
eitthvað nátengt og þóknanlegt guðs-
þjónustunni. Hann vitnar til fyrsta svæð-
isins sem þeir vígðu 1911 og segir um
það: „Fyrir mjer var sá völlur, ávallt
heilög jörð. Opt á björtum og hálfbjört-
um sumarnóttum reikaði jeg einn þangað
og gekk í samtali við Guð markanna á
milli. “
Sr. Friðrik leit á knattspymuvöllinn
sem framlengingu á fundarsal félaganna
og í ávarpi einu á ensku, sem er bæði
óstaðsett og án ártals, segir hann að
drengjunum sé sagt að líta svo á að Jesús
sé mitt á meðal þeirra á vellinum og
ávallt nálægur.
í þessu vígsluerindi frá 1936 er hægt
að fá staðfestingu á því að hann hafði
enn áþekkar hugmyndir um íþróttina
sem hann hafði kynnst 1911:
„Hugsjónir mínar um þessa fögru
íþrótt, sem Valur iðkar, eru þœr sömu og
áður, og hugsjón mín um knattspyrnuna
sem liið bezta uppeldismeðal til þess að
efla göfugan siðferðisþroska hjá ungum
mönnum er hin sama og áður. “
í öðru erindi sem sr. Friðrik hélt við
vígslu íþróttavallar Vals að Hlíðarenda 3.
sept. 1949 er margt forvitnilegt að finna.
Þar fer hann að rifja upp sögu félagsins
og ávarpar Val oft í þriðju persónu. Hann
rekur eiginlega þroskasögu félagsins og
segist muna eftir honum sem ungum
dreng og þá var þannig ástatt:
„Báru þeir framan af sjaldan sigur úr
býtum, en það var mál margra manna að
þrátt fyrir það vœri leikur Vals ávallt
prýðilegur og fallegur. Og með þraut-
seigju og með því að lœra af töpuðum
leik óx þeim fiskur um hiygg og ásmeg-
in. “
Síðan fór Valur á gelgjuskeiðið og
varð dálítið uppvöðslumikill og síðar
komst hann á fullorðinsár og varð meira
og meira stórhuga og marksækinn sem
birtist m.a. í því að nú gátu þeir vígt
þetta nýja svæði. Nú þegar Valur er orð-
inn nær fertugur skilur sr. Friðrik að
áminningar hans eru líklega orðnar æði
bamalegar. En síðan endar hann ræðuna
á því að minna þá á upphafið og þær
hugsjónir sem hann vildi að félagið hefði
ætíð hafa í heiðri. Annað áhugavert í
þessu erindi er tillaga sr. Friðriks um
verndardýrling fyrir Valsmenn:
„Efvjer vœrum katholskir þá mundum
vjer velja oss verndardýrling til að helga
honum staðinn og starfsemina. Jeg
mundi velja sjálfan postulann Pál vegna
þess að hann hafði svo glöggt augafyrir
íþróttum síns tíma og með orðum hans
vilja svo vígja þennan völl:
Vitið þér ekki, að þeir, sem keppa á
íþróttavelli, hlaupa að sönnu allir, en
einn fœr sigurlaunin? Hlaupið þannig,
að þér hljótið þau. Sérhver, sem tekur
þátt í kappleikjum, neitar sér um allt.
Þeir sem keppa gjöra það til þess að
hljóta forgengilegan sigursveig, en vér
óforgengilegan. Þess vegna hleyp ég ekki
stefnulaust. Eg berst eins og hnefaleika-
maður sem enginn vindhögg slœr. (1.
Kor. 9. 24-26)
og
Og sá sem keppir í íþróttum fœr ekki
sigursveiginn, nema hann keppi löglega.
(2. Tím. 2. 5). “
Það er ýmislegt annað að finna um Val
í skjölunum en ekki verður meira opin-
berað að sinni.
V 3
„I thank godfor that noble game. “
I fyrrnefndu erindi um stofnun og starf
KFUM í Reykjavík á ensku, sem setn-
ingin hér að ofan er tekin úr, gerir sr.
Friðrik grein fyrir mikilvægi knattspyrn-
unnar fyrir starf KFUM. A sumrin fellur
mest allt hefðbundið deildastarf niður en
þá er notast við fótboltann. Frá upphafi
eru drengirnir skólaðir í réttum anda og
háttvísi og leiðtogamir í KFUM fylgjast
grannt með þeim til að læra hvert lundar-
lag (character) þeirra er. Á fótboltavell-
inum eru leiðtogar framtíðarinnar fundn-
ir. I leiknum kemur glöggt fram hverjir
hafa leiðtogahæfileika og hverjir hafa
stjóm á sér o.s.frv.
Af þessu verður enn skýrar séð hversu
mikilvæg knattspyman var í augum sr.
Friðriks. Hún var ekkert stundargaman
heldur mikilvægt uppeldismeðal, hún
byggði upp siðferðisþroska, hún átti að
gera menn betri, göfugri og heiðarlegri,
hún átti að auka fegurðarskyn hvers og
eins og efla hópvitundina. Þetta er stór-
kostleg sýn á íþróttina og eitthvað fyrir
alla til að læra af sem iðka og fylgjast
með henni. Þess vegna vonum ég að
Valsmenn deili helst öllum sínum hug-
myndum með sr. Friðriki. Eg vona að
þeir leiki fallega knattspymu, beri af í
siðferðisþroska með því að hafa ekki
rangt við og láti ekki kappið bera fegurð-
ina ofurliði og geri þannig Hlíðarenda,
og hvem þann stað er þeir heimsækja
næsta sumar að heilagri jörð.
Henning Emil Magnússon
[1] Þessi grein birtist upphaflega í tímaritinu
Bjarma í tilefiii af HM 2002, en hérna er hún í
örlítið breyttri mynd.
56
Valsblaðið 2002