Valsblaðið - 01.05.2002, Page 57

Valsblaðið - 01.05.2002, Page 57
Ungir Valsarar Anton Rúnarsson lætur sig ekki muna um að æfa alla daga vik- unnar nema fimmtudaga enda stundar hann tvær íþróttagreinar hjá Val, handbolta og fótbolta. Hann er 14 ára, í 9. bekk í Hlíð- arskóla og leikur með 4. flokki. „Mér finnst gaman í báðum greinum og veit ekki hvort ég mun velja handboltann eða fót- boltann í framtíðinni. Það verður bara að koma í ljós. Ég get ekki metið það í hvorri greininni ég á meiri framtíð fyrir mér. Ég byrjaði í 7. flokki í fótbolta og á yngra ári í 6. flokki í hand- bolta.“ Síðastliðið sumar hafnaði 4. flokkur í 7. sæti í A-riðli á ís- landsmótinu í fótbolta en í handboltanum varð Aron deildar- meistari með flokknum og í 3. sæti á Islandsmótinu. Um þessar mundir leikur hann með B-liðinu í handbolta sök- um þess að hann er á yngra ári en þeir eru í 2. deild.“ — Hvað skiptir mestu máli til að ná árangri í íþrótt- um? „Borða vel, halda alltaf 100% einbeitingu, hlusta vel á þjálfarann og vera vel stemmdur. Það er svo rosalega margt sem spilar þarna inn í og ég reyni að hafa alla þætti í lagi.“ — Hver er þinn draumur í boltanum? „Ég hef alltaf verið mikill íþróttagaur og vil ná langt í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég stefni bara á toppinn." Anton bjó fyrstu 7 ár ævinnar á Akureyri en foreldrar hans eru Asbjörg Hjálmarsdóttir og Rúnar Antonsson. Fyrirmynd Antons í hand- boltanum er Snorri Steinn fyrirliði meist- araflokks Vals sem Anton segir hafa kennt sér margt sem þjálfari. Núna þjálfar Freyr Brynjarsson hann í handbolta. „í fótbolt- anum er Ronaldo minn maður.“ — Hvað er eftirminnilegast á stuttum íþróttaferli? „Þegar við strákarnir og vinimir unn- um Húsavíkurmótið í 5. flokki í hand- bolta, unnum IR í úrslitum, 8:7, geðveikt gaman. í fótboltanum var gaman að verða í 2. sæti á Essómótinu." — Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik Friðriksson árið 1911.“ Valsblaðið 2002 57

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.