Valsblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 63

Valsblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 63
Minning Úlfar Þórðarson, heiðursfélagi í Knatt- spyrnufélaginu Val er látinn 90 ára að aldri. Andlát hans bar brátt að og Vals- mönnum og mörgum Reykvíkingum var brugið, þegar þeir sáu fána blakta í hálfa stöng að Hlíðarenda og fréttin um lát Úlfars spurðist út. Frá því Úlfar kom að félaginu árið 1946 hafa tengsl hans við það aldrei rofnað. Valsmenn vita að fé- lagið var honum alla tíð ákaflega kært. Ég veit það Ííka að Valsmönnum var Úlf- ar ákaflega kær og þeir báru alla tíð mikla virðingu fyrir honum og hans störfum fyrir félagið. I mjög fróðlegum kafla í ævisögu Úlf- ars, sem kom út á síðasta ári, lýsir hann vel upphafsárum sínum í starfi fyrir Val og með Valsmönnum. Þar kemur fram að leitað var til hans sem utanaðkomandi manns vegna þess að óeining hafði kom- ið upp innan félagsins og ekki náðist samstaða um formann. Það var mikið happ fyrir félagið að hann féllst á að koma til starfa. Undir hans stjóm og for- ystu var ráðist í að nýta svæðið að Hlíð- arenda sem félagið hafði fest kaup á árið 1939 en stríðið hafði komið í veg fyrir notkun þess. Að mörgu var að hyggja, en ákveðið var að ráðast fyrst í gerð malar- vallar fyrir æfingar og keppni. Sá völlur var vígður árið 1949 og í eigu Vals er mynd sem sýnir þá saman, Úlfar stoltan formann félagsins og séra Friðrik Frið- riksson taka fyrstu spymuna á vellinum á vigsludaginn. Síðan rak hver framkvæmdin aðra og þegar Úlfar hætti sem formaður félags- ins, tók hann að sér að vera formaður í framkvæmdanefnd um uppbyggingu á svæði Vals. Þar fór hann mikinn eins og áður og á nokkrum árum var reist fyrsta íþróttahús félagsins. Það stendur enn og er notað frá morgni til kvölds af ungum sem eldri Valsmönnum. Með sínum mikla eldmóði og áhuga hreif Úlfar marga Valsmenn til dáða og fyllti þá bjartsýni og krafti til að takast á við verkefni, sem enginn hafði látið sér detta í hug áður. t Úlfar Þórðarson fæddup 2. agust 1911 - dáinn 28. febrúar 2002 Fyrir alla sem koma að félagsmálum í íþróttahreyfingunni er það holl lesning að kynnast þeim viðhorfum og vinnu- brögðum sem Úlfar viðhafði í starfi sínu fyrir Val og íþróttahreyfinguna alla tíð. Starfi hans fyrir fyrir Val lauk aldrei. Hann var vakandi og sofandi yfir aðstæð- um að Hlíðarenda, gróðursetti tré við knattspymuvellina og flutti þau síðar til, ef á þurfti að halda og svo mætti lengi telja. Til viðbótar störfum sínum fyrir Val var hann síðan um margra ára skeið for- maður íþróttabandalags Reykjavíkur. Árið 1981 var Úlfar Þórðarson kjörinn heiðursfélagi Knattspymufélagsins Vals. Hann mætti á kappleiki alla tíð og sótti fundi fulltrúaráðs félagsins vel. Hann tók virkan þátt í hátíðarhöldum á níutíu ára afmæli Vals og klippti á borðann þegar ný skrifstofuaðstaða félagsins var vígð og mætti síðan til allra atriða afmælis- dagsins. Það var Valsmönnum mikið ánægju- efni að geta tekið þátt í að halda upp á níutíu ára afmæli hans sjálfs að Hlíðar- enda, í ágúst 2001. Við það tækifæri færði fjölskylda hans Val brjóstmynd af Úlfari sem komið hefur verið fyrir í húsakynnum félagsins. Valmenn kveðja látinn foringja og fyr- ir hönd þeirra flyt ég bömum hans og öðrum ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Minningu Úlfars Þórðarsonar mun verða haldið á lofti á Hlíðarenda. Reynir Vignir t Jón Breiðfjörð Olafsson fæddur 4. júlí 1945 - dáinn 2. febrúar 2002 Laugardagsmorguninn 2. febrúar sl. barst okkur félögum Jóns Breiðfjörð Ólafssonar sú harmafregn, að hann væri allur. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síð- an hann greindist með þann illvíga sjúk- dóm, er lagði hann að velli. Jón Breið- fjörð varð þannig fyrstur úr okkar stóra og samheldna hópi, Mulningsvélinni, til að kveðja þennan jarðneska heim. Þótt vitað væri að erfið barátta væri framunda kom andlát Jóns yfir okkur alla sem reið- arslag. Snemma á 7. áratug síðustu aldar hófust þau löngu kynni og einstaka vin- átta, sem haldist hefur síðan. Að Hlíðar- enda varð Mulningsvélin til og Jón var einn hinna traustu félaga, er átti þátt í frama handboltaliðsins okkar og vel- gengni. Hann lék með meistarflokki Vals í mörg ár sem markvörður og þar að auki allnokkra landsleiki fyrir Islands hönd. Valsheimilið var enda annað heimili okk- ar í mörg ár. Nonni Bí, eins við kölluðum hann til aðgreiningar frá öðrum Jónum í hópnum, var einstakt ljúfmenni og gæðasál. Hann var glaðsinna og gamansamur og lagði ávallt gott til málanna. Keppnisskap Valsblaðið 2002 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.