Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Side 26

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Side 26
26 þeirra, er fundina sækja. þessir fundir eru að nokkru leyti sá mælir, sem mæla má eptir, hver uppeldismál «inkum sjeu á dagskrá, er þeir eru haldnir, því að telja má víst að slík mál komi þar fram svo framarlega, sem þau hafa náð nokkrum verulegum þroska í meðvitund skólamanna, og jafnvel þótt ekki sje nema hjá örfáum peirra; og venjulega eru það skólaskörungar, að minnsta kosti í sinni grein, sem þar fjalla um mál pessi. Má pví búast við að pau sjeu sett fram svo skýrt og greini- lega, sem kostur er á á peim tíma; og rökstudd svo ^tarlega sem unnt er á pví stigi, sem pau pá eru komin á. J>ar er athygli þúsunda manna vakin á þeim, og pær þúsundir vekja athygli annara púsunda á þeim, og pannig eru pau gjörð að umtalsefni fjölda manna annaðhvort frá rótum, eða nýjar hliðar peirra. Kennaramótin eru betur en flest annað löguð til pess að breiða út nýjar skoðanir á kennslumálum og vekja nýjar hugmyndir. A pessum kennaramótum hittast menn frá ýmsum skólum og af ýmsum þjóðum, og varla getur hjá því farið, að þeir kynnist nokkuð hverjir öðrum; þar gefst mönnum frá ýmiskonar skólum einkargott færi á að bera sig saman um uppeldismál. En einkum er þó í það varið, að þar gefst mönnum af ýmsum þjóðum kostur á að hittast, bera sig saman og fræðast hverjir af öðrum. þegar vjer lítum á þær þjóðir, sem fundinn sóttu í Kaupmannahöfn, þá hafa þær hver sína skóla- sögu, og að nokkru leyti hver sitt skólafyrirkomulag og kennsluaðferðir. XJm allt þetta geta menn dálítið borið sig saman á fundunum, og gjöra pað lfka. Að vísu skal jeg ekki fullyrða að allir gjöri pað, en víst er, að ýmsir gjöra pað, og það einkum fremstu skólamennirnir. Menn komast í kynni sín á milli, og eiga pví hægra með að leita sjer síðar upplýsinga um ýms kennsluatriði

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.