Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Page 64

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Page 64
64 í skammdeginu er bezt að raða kennslustundunum svo niður, að t. d. skript og lestur sje kennt um miðj- an daginn, pegar bjartast er, en að yíirheyrsla eða munnleg kennsla fari fram á peim tíma dagsins, er birtan er daufari. Börnin eiga að sitja upprjett á skélabekkjunuiii. |>að er auðvitað hægra að gefa petta boðorð, en að halda pað, par sem eins hagar til og hjer, að borð og bekkir eru allvíðast eins og væri pað gert til að beygja börnin í keng. En kennarinn verður samt sem áður að gera sitt til pess, að börnin venjist ekki á að sitja skökk, eða hokin við vinnu sína. Af pví getur leitt skekkju á hryggnum, sem mörguin börnum er liætt við, einkum peim, sem kirtlaveik eru. J>ar að auki prýstist brjóst- holið sanxan, og andardrátturinn verður ekki óhindrað- ur. En allt petta er skaðlegt fyrir heilsu barnanna. Bekkir og borð ættu ekki að vera lengri en svo, að einungis tveim börnum væri ætlað sæti við livert borð. Með pví einu móti er pað auðið fyrir kennarann, að komast að hverju barni til að leiðbeina pví, og með pví móti parf engin ókyrð að verða 1 kennslustofunni, pó að eitt og eitt barn standi upp úr sæti sínu. Kenn- arinn á pá einnig liægra með að líta eptir pví, að pau sitji upprjett. Harðlega, verður að banna börnum að liggja með brjóstið fram á borðbrúnina. Reyndar er svo að segja ómögulegt að varast pað, nema pví að eins að borðin •og bekkirnir sjeu svo gerð, að börnin geti setið sjer hægt án pess. Jjað er pví afar pýðingarmikið fyrir heilsu barnanna, að borð og bekkir sjeu gerð rjett og sjeu mátulega há fyrir pau. Bekkirnir mega ekki vera svo háir, að börnin nái ekki vel til gólfsins. Ef fæturnir hanga stuðningslaust, stöðvast blóðrásin að nokkru leyti í fótunum af bekkj-

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.