Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Blaðsíða 15
13
:sundr. Fræði Lúters eru prentuð framan við. Óvíða
ofbýður kver þetta skilningi barna, nema á einstöku
stað. Sumstaðar er það altof orðmargt, enn í öðr-
um atriðum altof fáort, og það svo, að stundum vill
;svo til, að þýðingarmikil aðalatriði eru sett í smáar
athugagreinir, t. d. útskýringin á aftrhvarfinu og
réttlætingunni i 5. kap., 6. gr. a—d. Þannig koma
stunduin mikilvægari atriði fram í athugagreinunum
■enn í atriðisgreinunum. Stundum bregðr þar fyrir
skynsemistrúarblendingi, enda var hún mjög ofan á
•á þeirri tíð, og það þó að Balle berðist mjög ámóti
-henni. Enn meira ber þar þó á trúvörnum (apolo-
•getik), heldr enn við á í barnalærdómi, af því að þar
eiga sannindi kristindómsins að koma blátt áfram,
•án þess að verið sé að lengja bókina með því, að
;sýna fram á sannindi þeirra með öðru enn ritning-
argreinum. Þær eiga að vera nægar til þess. Dá-
lítið er í því kveri vikið á hina heilögu sögu í 2.—
4. kap., enn alt er það á reiki og mjög ófullkomið.
Fyrir kemr það i kveri þessu, eins og höfundurinn
sé í raun og veru í vafa um, hvað hann eigi að
-segja.
Nú liðu svo langir tímar, um 70 ár, að Balle
var einn viðhafðr sem lærdómsbók hérálandi. Enn
mörgum þótti hann oflangr, og heldr orðinn á eftir
■timanum, og vildu fegnir fá annað kver styttra. Tók
jþá Olafr dómkirkjuprestr Pálsson kver, sem Balslev
stiptispróf'. í Danmörku hafði samið allmörgum árum
fyrr, og rutt hafði sér viða rúm í Danmörku, og
snaraði því á íslenzku. Það var fyrst prentað 1866,
•enn hafði verið leyft til afnota við barnafræðslu með
bréfl kirkju- og kenslumálastjórnarinnar 11. sept.
1865. Kver þetta var miklu styttra enn Balle, og