Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 20

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 20
20 fæðingarorlofs sem ekki væri hægt að millifæra til móður. Með sjálfstæðum rétti er átt við réttindi sem feður hafa sjálfir fullan ráðstöfunarrétt yfir, ekki réttindi til 1–2 vikna orlofs sem taka verður eftir fæðingu barns, en flest löndin innleiddu slíkt á tíunda áratugnum (Guðný Björk Eydal, 2005b). Þannig tillögur voru fyrst kynntar í Noregi 1988–1989, en Noregur varð fyrsta landið til að innleiða slíkt feðraorlof árið 1992. Þá fengu feður í Noregi sjálfstæðan rétt til fjögurra vikna feðraorlofs. Breytingin á norsku lögunum var ekki gerð vegna þrýstings frá feðrum, heldur var henni ætlað að hafa áhrif á hegðun feðra hvað varðar þátttöku í fæðingarorlofi. yfir 70% feðra í Noregi nýttu sér þessi nýju réttindi (Leira, 1999). Danir veittu feðrum slík réttindi í takmark- aðan tíma en þau voru afnumin í kjölfar ríksstjórnarskipta árið 2002 (Rostgaard, 2002; Borchorst, 2006). Svíar veittu feðrum sjálfstæðan rétt í einn mánuð árið 1996 og árið 2002 var tímabilið lengt í tvo mánuði. Norðmenn hafa bætt fimmtu vikunni við sjálf- stæðan rétt feðra frá og með árinu 2006 (Finch, 2006). Ekkert Norðurlandanna hefur gengið jafn langt og ísland í þessum efnum en íslenska löggjöfin frá árinu 2000 tryggir móður og föður jafnan sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs, þrjá mánuði hvoru, auk sameiginlegra þriggja mánaða (Lög um fæð- ingar- og foreldraorlof nr. 95/2000). Um markmið laganna segir í 2. gr.: „Markmið laga þessara er að tryggja barni samvistir bæði við föður og móður. Þá er lögum þess- um ætlað að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnu- líf.“ Mikilvæg breyting er að fyrirkomulagið, sem lögin frá 1980 byggðust á varðandi greiðslur, var aflagt og foreldrar, sem hafa verið í launuðu starfi tiltekinn tíma fyrir fæðingu barns, fá 80% af fyrri launum samkvæmt ákveðnum reglum. íslenskir feður hafa nýtt sjálfstæðan rétt sinn til fæðingarorlofs og ákveðinn hópur hefur einnig tekið hluta af hinu sameiginlega orlofi sem foreldrar geta ráðstafað að vild. 2003 var fyrsta árið sem feður áttu rétt á þriggja mánaða orlofi. Það er þekkt frá erlendum rannsóknum að ýmsir þættir, svo sem menntun og atvinnustaða, hafa áhrif á hvort og hvernig feður nýta rétt sinn til fæðingarorlofs (Brandth og kvande 2003; Duvander 2000) og líklegt er að það eigi einnig við um íslenska feður, en rannsóknir skortir til að hægt sé að fullyrða um það. Eins og meðfylgjandi tafla 4 sýnir nýta íslenskir feður hærra hlutfall fæðingaror- lofs (mælt sem hlutfall af þeim dögum sem mæður taka) en feður á öðrum Norður- löndum. Tafla 4 – Norð­urlönd. Heildarfjöldi daga sem feð­ur eru í fæð­ingarorlofi sem hlut­fall af heildarfjölda daga sem mæð­ur eru í fæð­ingarorlofi, 2000–2003. Dan­mörk Fin­n­lan­d Ís­lan­d Noreg­ur Sví­þjóð 2000 5,5 4,1 3,3 7,2 13,7 2001 5,7 4,3 11,5 8,3 15,0 2002 5,5 4,8 19,6 8,6 16,6 2003 5,1 5,3 27,6 8,6 18,3 Social Protection in the Nordic countries 2003, 2005. Þró­Un og e inkenni í s­ lens­krar Um­önnUnars­tefnU 144–2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.