Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 22
22
Á meðfylgjandi mynd 1 má sjá yfirlit yfir umönnun annarra aðila en foreldra barns-
ins, en spurt var hvernig reglulegri umönnun barnsins væri háttað þegar umönnunar
foreldra, sem bjuggu á heimili barnsins, naut ekki við.
Mynd 1– Hlutfall barna fæddra 1997 í dagvist utan heimilis frá fæðingu til þriggja ára aldurs.
Myndin sýnir að umönnun annarra en foreldra barnsins er mjög lítil fyrstu 6 mánuð-
ina í lífi barnsins en eykst smám saman eftir það (n=890). Þegar umönnun foreldra
sleppir er dagmóðir mest áberandi þar til barnið er tæplega tveggja ára en þá nær
leikskólinn yfirhöndinni. Á yfirlitsmyndinni kemur einungis fram hlutfall barna sem
eru hjá dagmæðrum á hverjum tíma. Það er hæst um 45% þegar börnin eru tæplega
tveggja ára, en alls höfðu 90,9% barnanna sem könnunin náði til verið í gæslu hjá dag-
móður áður en þau náðu þriggja ára aldri. afi og amma barnanna taka nokkurn þátt í
umönnun barna eins og myndin sýnir.
Hérlendis hafa einkum verið ræddar þrjár leiðir til að mæta þörfum foreldra fyrir
stuðning frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskólavistun fæst: Lenging fæð-
ingarorlofs, aukin dagvistarþjónusta vegna yngri barna eða umönnunargreiðslur svip-
aðar þeim í Noregi og Finnlandi.
í upphafi tíunda áratugarins voru sett lög um leikskóla og í lok áratugarins ný lög
um fæðingarorlof. Framboð á dagvist jókst og var í lok tímabilsins með því hæsta sem
þekkist á Norðurlöndum. Hin nýju íslensku lög um fæðingarorlof hafa vakið mikla
athygli fyrir það hversu vel þau tryggja þátt feðra í umönnun barna sinna. Því er
óhætt að fullyrða að miklar breytingar hafi átt sér stað á íslenskri umönnunarstefnu á
sl. 15 árum. Þær breytingar einkennast af auknum stuðningi ríkis við foreldra og auk-
inni leikskólaþjónustu sveitarfélaga.
ÞróUn og e inkenni í s lenskrar UmönnUnarstefnU 144–2004
80%
70%
60%
0%
40%
30%
20%
10%
0%
H
lu
tfa
ll
1 2 3 4 6 7 8 10 11 12 13 14 1 16 17 18 1 20 21 22 23 24 2 26 27 28 2 30 31 32 33 34 3 36
Aldur barns
foreldri ekki á lögheimili
dagmamma
leikskóli
amma/afi
aðrir