Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 24
24
niðurstöður og uMræða
Framan af öldinni sem leið var opinber stuðningur vegna umönnunar ungra barna
mjög takmarkaður og greinilegt að íslensk stjórnvöld álitu það hlutverk foreldra að
annast börn sín án aðstoðar opinberra aðila. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir þingmanna
Sósíalistaflokksins, seinna alþýðubandalagsins, sem fluttu frumvörp á fjórða og sjö-
unda áratugnum, bæði um dagheimili og fæðingarorlof, voru ekki sett lög um þessi
málefni hérlendis fyrr en á áttunda áratugnum. Samanburður á þjónustu og útgjöld-
um Norðurlanda staðfestir að árið 1984 veitti ísland barnafjölskyldum mun minni um-
önnunarstuðning en önnur Norðurlönd. Fyrstu lög um rekstur dagheimila voru sett
hérlendis 1973 og fyrstu lög um fæðingarorlof 1975. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku
kvenna og mikla eftirspurn eftir dagheimilum og leikskólum fyrir börn var uppbygg-
ing dagvistar frekar hæg hérlendis framan af, helst sambærileg við Noreg, þar sem
hún var mjög hæg í samanburði við önnur Norðurlönd. Sömu sögu er að segja varð-
andi rétt til fæðingarorlofs en ísland var eftirbátur annarra Norðurlanda í uppbygg-
ingu slíkra réttinda allt fram til aldamóta, þegar ný lög um fæðingarorlof tóku gildi.
Á níunda og tíunda áratugnum var þjónusta smátt og smátt aukin og fæðingarorlof
lengt. ísland hefur á undanförnum árum fetað mjög örugglega í fótspor annarra Norð-
urlanda og frá og með árinu 2000 er hlutfall barna í dagvist með því hæsta sem gerist,
eða svipað og í Danmörku og Svíþjóð. Árið 2004 áttu öll 3–6 ára börn kost á leikskóla-
dvöl og hlutfall yngri barna í dagvist var orðið jafnhátt og í Danmörku. Þegar litið er
til baka til þeirra aðstæðna sem íslenskum börnum voru búnar á áttunda og níunda
áratugnum er ljóst að hér hefur orðið grundvallarbreyting. íslenskir foreldrar hafa
unnið langan vinnudag og íslenskar rannsóknir á aðstæðum barnafjölskyldna leiddu
í ljós að ónæg dagvistarúrræði urðu til þess að foreldrar þurftu að leita fjölmargra
leiða til að tryggja börnum sínum gæslu á áttunda og níunda áratugnum því fæst börn
áttu kost á að dvelja allan daginn í leikskóla. Á seinni hluta níunda áratugarins tókst
að tryggja börnum möguleika á samfelldri dvöl í leikskólum í samræmi við þarfir for-
eldra þeirra. íslenskir leikskólar sem starfa eftir nýlegum lögum hafa skýr starfsmark-
mið sem skapa íslenskum börnum áður óþekkta möguleika til öryggis og þroska.
ísland hefur einnig tekið forystu hvað varðar réttindi feðra til fæðingarorlofs og
hvergi í Evrópu er sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs jafn mikill og hér gerist.
íslenskir feður hafa sýnt í verki að slík breyting var mjög tímabær, og þeir nýta sér
réttindi sín í mjög ríkum mæli.
Þrátt fyrir þessa þróun er það enn svo að þegar stuðningur vegna umönnunar
ungra barna á Norðurlöndum er borinn saman kemur í ljós að íslenskir foreldrar fá,
þegar á allt er litið, minni stuðning en foreldrar barna sem eru þriggja ára og yngri fá á
öðrum Norðurlöndum. í Danmörku og Svíþjóð er fæðingarorlof lengra og í Finnlandi
og Noregi eiga foreldrar rétt á greiðslum vegna umönnunar ef börn yngri en þriggja
ára eiga ekki kost á dvöl í leikskóla eða foreldrar kjósa að nýta hana ekki. Sú umræða
sem hefur átt sér stað hérlendis um það hvernig eigi að brúa bilið milli fæðingarorlofs
og leikskóla tekur að einhverju leyti mið af þróuninni á öðrum Norðurlöndum sem
hafa farið mjög ólíkar leiðir til að brúa þetta bil. Valið virðist standa um þrjár nokkuð
ólíkar meginleiðir: Fjölga leikskólum sem bjóða upp á dvöl fyrir mjög ung börn, eins
ÞróUn og e inkenni í s lenskrar UmönnUnarstefnU 144–2004