Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 50

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 50
0 er þetta áréttað og kemur þar fram að mikilvægt sé að börn fái tækifæri til að gera ein- faldar tilraunir, m.a. á sviði eðlis- og efnafræði. í þessari grein er sagt frá rannsókn á þróunarverkefni þar sem leitað var leiða til að efla náttúruvísindi í leikskólastarfi með því að skipuleggja eðlisfræðiverkefni sem hentuðu börnum á leikskólaaldri. Verkefni sem byggðust á tilraunum og athugunum voru útbúin og hlutu þau nafnið Vísindaleikir. Tilgangur þeirra var að ýta undir rann- sóknarleiki barnanna. í rannsókninni var leitast við að svara því hvernig þessi verk- efni nýttust í starfi með börnum. í þessari grein verður fjallað um þann hluta rann- sóknarinnar sem lýtur að áhrifum verkefnanna á börnin; hvort verkefnin vöktu áhuga barnanna og hvort þau höfðu ánægju af þeim, hvort verkefnin vöktu athygli barnanna á þeim eðlisfræðilegu viðfangsefnum sem þar voru til umfjöllunar og hvort þau höfðu áhrif á skilning barnanna á þeim fyrirbærum sem tekin voru fyrir. Hingað til hefur náttúrufræðinám yngstu barnanna lítið verið rannsakað (Fleer og Robbins, 2003) og því er sú rannsókn sem fjallað er um hér innlegg í mikilvæga en vanrækta umræðu. Mikilvægi verkefnisins felst í nokkrum þáttum. Fyrst má nefna að rannsóknir sýna að ung börn eru farin að móta með sér hugmyndir um eðlisfræðileg viðfangsefni þeg- ar á unga aldri og því mikilvægt að aðstoða þau við að þróa þessar hugmyndir (Dri- ver, Guesne og Tiberghien, 1985). í annan stað eru til rannsóknir sem benda til þess að nám ungra barna geti haft veruleg áhrif á námsárangur í náttúrufræðum á efri skólastigum (Novak, 2005). í þriðja lagi eru á Vesturlöndum uppi verulegar áhyggjur af stöðu náttúrufræða, einkum eðlisfræði og efnafræði, í skólakerfinu og leitað leiða til að efla þessar greinar (Bennett, 2003; Osborne, Simon og Collins, 2003). að lokum má nefna að með því að innleiða eðlisfræðileg verkefni í leikskólastarf má gera viðfangs- efnin á því skólastigi fjölbreyttari og eins og fram kemur í þessari rannsókn höfða slík verkefni ágætlega til barna almennt og geta gefið sumum börnum tækifæri til að blómstra. í greininni er gerð grein fyrir uppeldis- og kennslufræðilegum hugmyndum um náttúrufræðikennslu í leikskólum og rannsóknum sem gerðar hafa verið á náttúru- fræðimenntun ungra barna. Eðlisfræðiverkefnunum, sem voru prófuð, er lýst og í framhaldi af því er fjallað um áhrif þeirra í starfi með börnum og hvaða lærdóm megi draga af þeirri reynslu. bak­grunnur Hugmyndir um nát­t­úrufræð­inám barna og unglinga Hugmyndir um náttúrufræðinám barna og unglinga gengu í gegnum tvö meginskeið á síðari hluta síðustu aldar, annars vegar Spútnikbyltinguna svokölluðu, sem hófst rétt fyrir 1960, og hins vegar tímabil hugsmíðahyggju en áhrifa hennar tók að gæta í umfjöllun um náttúrufræðimenntun rétt fyrir 1980. Á tímabili Spútnikbyltingarinnar urðu ráðandi hugmyndir um uppgötvunarnám sem endurspeglaði eðli vísindagreinanna sjálfra en þessar hugmyndir setti Jerome „He im­Ur inn er al lUr raUð­Ur“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.