Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 50
0
er þetta áréttað og kemur þar fram að mikilvægt sé að börn fái tækifæri til að gera ein-
faldar tilraunir, m.a. á sviði eðlis- og efnafræði.
í þessari grein er sagt frá rannsókn á þróunarverkefni þar sem leitað var leiða til
að efla náttúruvísindi í leikskólastarfi með því að skipuleggja eðlisfræðiverkefni sem
hentuðu börnum á leikskólaaldri. Verkefni sem byggðust á tilraunum og athugunum
voru útbúin og hlutu þau nafnið Vísindaleikir. Tilgangur þeirra var að ýta undir rann-
sóknarleiki barnanna. í rannsókninni var leitast við að svara því hvernig þessi verk-
efni nýttust í starfi með börnum. í þessari grein verður fjallað um þann hluta rann-
sóknarinnar sem lýtur að áhrifum verkefnanna á börnin; hvort verkefnin vöktu áhuga
barnanna og hvort þau höfðu ánægju af þeim, hvort verkefnin vöktu athygli barnanna
á þeim eðlisfræðilegu viðfangsefnum sem þar voru til umfjöllunar og hvort þau höfðu
áhrif á skilning barnanna á þeim fyrirbærum sem tekin voru fyrir.
Hingað til hefur náttúrufræðinám yngstu barnanna lítið verið rannsakað (Fleer og
Robbins, 2003) og því er sú rannsókn sem fjallað er um hér innlegg í mikilvæga en
vanrækta umræðu.
Mikilvægi verkefnisins felst í nokkrum þáttum. Fyrst má nefna að rannsóknir sýna
að ung börn eru farin að móta með sér hugmyndir um eðlisfræðileg viðfangsefni þeg-
ar á unga aldri og því mikilvægt að aðstoða þau við að þróa þessar hugmyndir (Dri-
ver, Guesne og Tiberghien, 1985). í annan stað eru til rannsóknir sem benda til þess
að nám ungra barna geti haft veruleg áhrif á námsárangur í náttúrufræðum á efri
skólastigum (Novak, 2005). í þriðja lagi eru á Vesturlöndum uppi verulegar áhyggjur
af stöðu náttúrufræða, einkum eðlisfræði og efnafræði, í skólakerfinu og leitað leiða til
að efla þessar greinar (Bennett, 2003; Osborne, Simon og Collins, 2003). að lokum má
nefna að með því að innleiða eðlisfræðileg verkefni í leikskólastarf má gera viðfangs-
efnin á því skólastigi fjölbreyttari og eins og fram kemur í þessari rannsókn höfða
slík verkefni ágætlega til barna almennt og geta gefið sumum börnum tækifæri til að
blómstra.
í greininni er gerð grein fyrir uppeldis- og kennslufræðilegum hugmyndum um
náttúrufræðikennslu í leikskólum og rannsóknum sem gerðar hafa verið á náttúru-
fræðimenntun ungra barna. Eðlisfræðiverkefnunum, sem voru prófuð, er lýst og í
framhaldi af því er fjallað um áhrif þeirra í starfi með börnum og hvaða lærdóm megi
draga af þeirri reynslu.
bakgrunnur
Hugmyndir um náttúrufræðinám barna og unglinga
Hugmyndir um náttúrufræðinám barna og unglinga gengu í gegnum tvö meginskeið
á síðari hluta síðustu aldar, annars vegar Spútnikbyltinguna svokölluðu, sem hófst
rétt fyrir 1960, og hins vegar tímabil hugsmíðahyggju en áhrifa hennar tók að gæta í
umfjöllun um náttúrufræðimenntun rétt fyrir 1980.
Á tímabili Spútnikbyltingarinnar urðu ráðandi hugmyndir um uppgötvunarnám
sem endurspeglaði eðli vísindagreinanna sjálfra en þessar hugmyndir setti Jerome
„He imUr inn er al lUr raUðUr“