Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 55

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 55
 náttúrufræðikennslu á áratugunum 1960–80. í samræmi við þetta ætti að mati asoko og Scott (2006) að velja og hanna verkefni fyrir börn út frá því hversu vel þau henta til að ýta undir umræðu. Loks eiga líkön af kennslu í anda hugsmíðahyggju samkvæmt Palmer (2005) sam- eiginlegt ferli sem felst í því að börnin nota nýja hugmynd til að leysa önnur vandamál og prófa að beita hugmyndinni við mismunandi aðstæður. Til viðbótar er oft reynt að ýta undir athygli og áhuga barnanna á viðfangsefninu og reynt að hafa áhrif á viðhorf þeirra. Þegar talað er um áhuga og viðhorf barnanna á sviði náttúrufræða er ekki einungis átt við viðhorf til viðfangsefnanna heldur einnig náttúruvísindaleg viðhorf, svo sem forvitni, virðingu fyrir rökum og athugunum og virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu (Glauert, Heal og Cook, 2003). Samkvæmt þessum hugmyndum er ljóst að þegar fjallað er um eðlisfræðileg viðfangsefni með börnum á leikskólaaldri er mikilvægt að byrja að nota hugtök eðlis- fræðinnar. Til að það sé mögulegt er mikilvægt að börnin fái einhverja reynslu af hug- tökunum sem hjálpar þeim að tengja hugtökin raunveruleikanum. Án reynslu með skynjun og upplifun verða hugtökin einungis orðin tóm. Á þessu stigi er því gagn- legast að skilgreina nám með sama hætti og Bowden og Marton (1998, bls. 30) gera, það er að nám sé „breyting á því hvernig fólk upplifir fyrirbæri eða þætti umhverfis síns“ (skv. Pramling og Pramling Samuelsson, 2001). Nám í eðlisfræði felst þá í því að læra að veita athygli fyrirbærum sem eru eðlisfræðilega áhugaverð og að átta sig á eðlisfræðilegum kjarna þessara fyrirbæra. Sk­ip­ulag og hönnun Vísindaleik­ja Eðlisfræðiverkefnin, Vísindaleikirnir, sem leikskólabörnin unnu að í þessari rannsókn voru samin með þau markmið í huga að þau sköpuðu jákvæð viðhorf barnanna til viðfangsefnanna, að þau beindu athygli barnanna að eðlisfræðilegum kjarna fyrirbær- anna og að þau hvettu börnin til að tjá sig og byggja upp hugmyndir sínar. Verkefnin voru þannig úr garði gerð að frá sjónarhóli barnanna eru þau leikir en frá kennslu- fræðilegum sjónarhóli eru þau eðlisfræðitilraunir með ákveðin námsmarkmið. Þegar viðfangsefni tiltekins vísindaleiks hafði verið valið voru eðlisfræðileg lykil- atriði viðfangsefnisins greind. Þetta var gert með hliðsjón af því sem vitað er um þær forhugmyndir sem gjarnan koma upp hjá börnum varðandi fyrirbærið. Sem dæmi má nefna að börn nota gjarnan hugtakið „ljós“ fyrst og fremst um uppsprettur ljóss, svo sem ljósaperur eða sólina, og um þau svæði sem ljós skín sterkt á, til dæmis svæði sem ljósgeisli frá vasaljósi fellur á. Það virðist aftur á móti vera mörgum börnum fram- andi hugmynd að ljós sé eitthvað sem ferðast (Driver, Squeres, Rushworth og Wood Robinson, 1994). í tveimur leikjanna var það eitt af meginmarkmiðunum að vekja þá hugmynd hjá börnunum að ljós ferðist frá einum stað til annars. Þegar búið var að velja megináhersluatriðin í leiknum var ákveðið hvaða athafnir (tilraunir) væri gott að börnin gerðu og að hverju þyrfti að beina athygli þeirra. í öllu þessu ferli þarf alltaf að hafa í huga með hvaða hætti eigi að nota þau hugtök sem börnin eiga að kynnast og almennt hvernig eigi að tala um viðfangsefnið við börnin. í upphafi hvers Vísindaleiks var byrjað á því að beina athygli barnanna að fyrir- HaUkUr aras­on, kris­tín norð­daHl
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.