Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 56

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 56
6 bærinu sem átti að athuga með því að fá þau til að skoða það í umhverfinu innan húss eða utan og síðan voru þau hvött til að tjá sig um viðfangsefnið. Þannig kom fram hvernig börnin hugsuðu um fyrirbærið sem vinna átti með og hvernig þeim var eiginlegt að tala um það. Þetta er í samræmi við hugmyndir hugsmíðahyggjumanna um mikilvægi þess að í kennslunni sé tekið tillit til hugmynda barnanna (Driver o.fl., 1985) og að þau ræði saman um hugmyndir sínar (Dewey, 2000; Vygotskíj, 1978). Jafn- framt var vonast til að með þessu skapaðist tenging milli daglegrar reynslu barnanna og þeirra hugtaka og fyrirbæra sem síðan voru skoðuð með öðrum hætti. í framhaldi af þessu fengu börnin í hendur ýmsan efnivið (leikföng) til að leika sér að. Með þessum „leikföngum“ voru gerðar ýmsar tilraunir (leikir eða fikt) sem áttu að gefa börnunum ákveðna reynslu af fyrirbærinu sem var til athugunar. Áhersla var lögð á að verkefnin væru eðlilegur hluti af leik barnanna og því höfðu þau mjög mikið svigrúm til eigin leikja og athugana og kennararnir notuðu mjög mildar aðferðir við þá stýringu sem til þurfti. í þessum verkefnum tekur kennarinn þátt í leikjum barnanna og það er hlutverk hans að innleiða hugtök, beina athygli barnanna að ákveðnum fyrirbærum og að leiða þau áfram í gegnum tiltekin ferli með efniviðinn. Þetta getur kennarinn meðal annars gert með því að framkvæma sjálfur ákveðnar aðgerðir þannig að barnið sjái eða benda barninu á annað barn eða kennara sem er að gera tilraunina; þetta leiðir oft til þess að barnið hermir eftir. önnur leið er að nota orð til þess að leiða barnið áfram. Það má gjarnan vera í formi spurninga á borð við: „Hvað gerist ef þú …? “ og síðan er því lýst sem barninu er ætlað að gera. Þannig leiðir kennarinn barnið í gegnum ákveðið ferli. kennarinn hefur einnig það hlutverk að beina athygli barnanna að eðlisfræðilegum lykilatriðum í því sem gerist í tilraununum og að sá frækornum eðlisfræðilegra hug- mynda, hugtaka og tungutaks í huga barnanna. Þetta getur hann gert bæði með ábend- ingum og spurningum. Dæmi úr einum vísindaleikjanna skýrir þetta ef til vill best. í leiknum með ljós og spegla er ein tilraunin fólgin í því að láta ljós skína á spegil og sjá hver áhrif spegilsins eru á það hvar ljósblettur sést á vegg, gólfi eða lofti. Eins og áður kom fram merkir orðið ljós frá sjónarhóli barnsins yfirleitt ljósblettinn á veggnum og ljósið í kringum ljósaperuna. Hin eðlisfræðilega hugmynd um ljós, sem er kjarninn í þessu ferli, er að ljósið ferðast frá ljósaperunni, lendir á speglinum, breytir þar um stefnu og lendir síðan á veggnum (endurvarpast þaðan og fer inn í augu þess sem horfir). athygli barnsins þarf að beinast að því hvernig spegillinn hefur áhrif á ljósið; ef speglinum er snúið örlítið breytist það hvar ljósið lendir. Hugmyndin sem kveikja á í huga barnsins er sú að ljósið „lendi á“ speglinum og endurvarpist af honum, en í þeirri hugmynd felst sú grunnhugmynd að ljós ferðist frá einum stað til annars. Áður en sú hugmynd fer að vax­a í huga barnsins þarf barnið að finna þörf fyrir skýringu á hegðun ljóssins (Driver o.fl., 1985). Væntanlega er heppilegast að gera slíkt með spurningum á borð við: „Hvers vegna færist ljósdepillinn þegar maður hreyfir speg- ilinn?“ Með því að nota orðið ljósdepill er verið að kenna barninu heilmikið. Það er verið að aðgreina ljósið (það sem streymir frá ljósaperunni) frá ljósdeplinum (því sem sést á veggnum). Ef til vill er nauðsynlegt að nota bendingu til að skýra hvað orðið ljósdepill merkir. Með spurningunni er einnig verið að kenna börnunum að tala um ljós og tengd fyrirbæri. Nú fer það eftir viðbrögðum barnanna hvernig best er að læða „He im­Ur inn er al lUr raUð­Ur“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.