Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 58

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 58
8 í fimm skipti tókum við þátt í Vísindaleikjum með einum hópi barna og kennur- um þeirra og voru þessi skipti einnig tekin upp á myndband. Þannig vorum við ekki bara frumhönnuðir verkefnanna, ráðgjafar kennaranna og rannsakendur sem söfn- uðu gögnum heldur vorum við einnig beinir þátttakendur sem unnu að verkefnun- um með börnunum í samvinnu við kennara þeirra. Með þessum hætti gátum við lært mjög margt af börnunum og kennurunum og þannig öðlast skilning á viðfangsefnun- um sem bæði nýttist okkur við endurskoðun leikjanna og í rannsókninni á áhrifum þeirra. Meðan á verkefninu stóð var reglulega rætt við alla kennarana sem tóku þátt í verk- efninu, annars vegar á fundum með öllum kennurunum og eins var rætt stuttlega við kennarana sem voru með í þeim fimm stundum sem við tókum þátt í. Á þessum fundum var farið yfir það hvernig kennurunum fannst hafa til tekist í starfinu með börnunum, hvort þeim þættu verkefnin hæfa börnunum og hvort markmið hefðu náðst. Einnig var rætt hvort ástæða væri til að breyta einhverju og þá hvers vegna og hvernig. Eftir hvert skipti sem unnið hafði verið með börnunum í verkefninu skrifuðu leikskólakennararnir hjá sér hugleiðingar um það hvernig þeim þótti til takast, hvað var athyglisvert og hverju þeir vildu breyta. kennararnir fengu lista yfir atriði sem vert væri að vera vakandi fyrir þegar reynslan af Vísindaleikjunum væri skráð. Þrír leikskólakennaranna héldu erindi fyrir aðra kennara á málþingi og lýstu þar reynslu sinni af þessu starfi. í erindinu kom margt fram sem varpar ljósi á það hvernig til tókst í þessu verkefni (anna María aðalsteinsdóttir, karitas Pétursdóttir og Hrönn Harðar- dóttir, 2005). Við höfum í höndum afrit af erindinu og getum því nýtt það sem heimild um upplifun leikskólakennaranna af því að vinna með börnunum að eðlisfræðilegu viðfangsefnunum. Jafnframt hafa komið fram áhugaverð atriði í samtölum við kennar- ana allt að fimm mánuðum eftir að þróunarstarfinu lauk. Viðbótargagnasöfnun fólst í því að foreldrar voru beðnir að svara spurningalista þar sem spurt var um viðhorf og reynslu þeirra varðandi Vísindaleikina; auk þess sem leikskólakennararnir héldu ýmsum ummælum foreldra um verkefnið til haga. aðeins sjö foreldrar sáu sér fært að svara spurningalistanum, allt mæður. Eins og gefur að skilja verða ekki dregnar nein- ar tölfræðilegar ályktanir af þessum svörum vegna þess hve fáir svöruðu. Hins vegar má samt læra af þeim svörum sem bárust og verður þá að líta á svör hverrar móður við spurningunum sem stutta lýsingu á upplifun hennar af áhrifum Vísindaleikjanna á barnið. í samhengi við önnur gögn gefa þessi svör okkur enn fyllri mynd af áhrifum Vísindaleikjanna á börnin. Gögnin sem safnað var voru greind út frá þeim þáttum sem líklegast var að skiptu máli varðandi áhrif verkefnanna á börnin en greiningin var einnig opin fyrir öðrum þáttum. Þátttökuathuganir okkar, hugleiðingar kennara um verkefnin, viðtöl við kenn- ara ásamt svörum foreldra við spurningalista voru skráð. Gæði myndbandsupptak- anna reyndust ekki eins mikil og vonast var til, en það af efni þeirra sem mátti nota var einnig skráð. allt þetta efni var gaumgæfilega lesið yfir og kóðað í ákveðna flokka sem voru síðan flokkaðir í undirflokka og gögnin síðan skrifuð upp. Þeir þættir sem fram komu í greiningunni voru t.d. áhugi og ánægja barnanna með verkefnin, athygli þeirra á eðlisfræðilegum viðfangsefnum, hvernig börnin hugsuðu um þessi fyrirbæri í byrjun og hvernig hugsun þeirra breyttist. „He im­Ur inn er al lUr raUð­Ur“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.