Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 62
62
sem ljós kæmist í gegnum nefndu þau vatn, pappír, glugga, glas, peysu og ljósaperu,
en ljósið komst ekki í gegnum borð og stól, sögðu þau eftir að hafa prófað með vasa-
ljósi. í sambandi við ljós svöruðu börnin í byrjun spurningunni um hvað væri ljós
þannig að það væri í ljósaperunni, í sólinni sem er eldur, í vasaljósinu og ljósi frá
stjörnum. Þegar þau voru spurð hvað væri skuggi kom að þeirra sögn „myrkur að [af]
manni“ og „ekkert ljós“. Börnin lærðu að gera skugga, bæði litla og stóra, en þau ræddu
það lítið, gerðu þá bara. athyglisvert dæmi um það þegar barn er að byrja að skilja að
ljósið ferðast var þegar ein stúlkan áttaði sig á að ljósið frá vasaljósinu endurkastaðist
af speglinum á vegginn og sagði: „Það kemst ekki í gegnum spegilinn.“
Mæðurnar sem svöruðu spurningalistanum töldu margar að skilningur barna
þeirra á ýmsu af því sem tekið var fyrir í Vísindaleikjunum hefði aukist. Þegar mæð-
urnar voru beðnar um að taka dæmi um aukinn skilning barnanna vísuðu þær oft til
þess sem þær höfðu áður sagt um það sem börnin töluðu um heima og ein nefndi að
barninu hefði þótt merkilegt hvernig litir urðu til. „Þetta þroskar auðvitað barnið og
gefur örugglega dýpri skilning á hlutunum þó svo þetta sé ekkert mikið rætt eftir á,“
sagði ein. önnur móðir nefndi skilning á speglun og á ljósi og skuggum. Enn önnur
talaði um aukna víðsýni, skilning og aukinn áhuga á tilraunum.
Þegar gögnin eru metin má segja að það séu í þeim veikar vísbendingar um að skiln-
ingur sumra barnanna hafi aukist en almennt svara gögnin ekki spurningunni um
áhrif Vísindaleikjanna á skilning barnanna á þeim fyrirbærum sem unnið var með.
saMantEkt og uMræða
Reynslan af Vísindaleikjunum í leikskólanum Hamraborg var mjög góð og má leiða
getum að því að viðfangsefni og kennslufræðileg nálgun sem þar var notuð geti hentað
víðar í leikskólastarfi. Þarna fá börnin góðan tíma til að prófa sig áfram frjálst með
ýmiss konar efnivið auk þess sem kennararnir innleiða hugtök, leiða börnin áfram í
gegnum ákveðin ferli og beina athygli þeirra að eðlisfræðilegum lykilatriðum í hverju
viðfangsefni. Þetta virka hlutverk kennara er í andstöðu við aðferðir kamii og DeVries
(1993) en okkur virðist það vera lykilatriði. Fleer (1996) komst að sömu niðurstöðum í
rannsóknum sínum í Ástralíu.
Efniviðurinn höfðaði vel til barnanna. Þetta er efniviður sem hægt er að gera margt
með og fellur vel að starfsháttum og menningu leikskólans. Börnin sýndu upp til hópa
mikinn áhuga á að leika sér með viðfangsefnin og höfðu mjög mikla ánægju af Vísinda-
leikjunum. Þetta er í samræmi við niðurstöður rannsóknar Fleer (1996) þar sem hún
skoðaði árangur af eðlisfræðinámi leikskólabarna í Ástralíu. Það má síðan leiða líkum
að því að þessi ánægja skapi jákvæð viðhorf gagnvart náttúrufræðum.
Það markmið verkefnisins að beina athygli barnanna að eðlisfræðilegum lykilat-
riðum tókst vel að okkar mati. auðvitað ekki alltaf og varðandi allt, en í grundvall-
aratriðum tókst það vel. Hér má ekki gleyma mikilvægi þess að sýna þolinmæði og
þörf barnanna fyrir að koma aftur og aftur að sama viðfangsefninu. Ein stund þar
sem ákveðið viðfangsefni er tekið fyrir nægir ekki. Það er hins vegar einnig ljóst að
Vísindaleikirnir höfðu áhrif á það hvernig börnin skoðuðu fyrirbærin í framhaldi af
„He imUr inn er al lUr raUðUr“