Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 88
88
Guðmar: Já, og Svenna. Hann er líka vinur minn. Hann er reyndar svona hálfur
íslenskur og hálfur sænskur.
í öðrum hópi ræddu tveir drengir um að þeir myndu sakna starfsfólksins í leikskólan-
um þegar þeir hættu.
Sveinn: Hhmmm, já, ó boy, mig hlakkar ekki til að fara frá örnu.
R: Er arna góð?
Sveinn: Já, arna er leikskólamamma mín.
R: Er það?
María: Já.
R: Er hægt að eiga leikskólamömmu?
Sveinn: Já, og Bidda er leikskólasystir mín, systir mín, leikskólasystir mín.
María: Já.
Grunnskólinn
Börnin höfðu farið í heimsóknir í grunnskólann og hitt skólastjórann þar, auk þess
sem þau höfðu haft afnot af íþróttasal skólans um veturinn, þannig að þau þekktu
töluvert til þar. Þrátt fyrir þetta var nokkur spenningur og kvíði hjá sumum börnun-
um vegna væntanlegrar grunnskólagöngu. Þau höfðu áhyggjur af því að vera strítt og
takast á við óþekkta hluti. Hér er dæmi um þá umræðu.
R: Haldið þið að það sé eitthvað erfitt í skóla, kvíðið þið eitthvað fyrir?
Sif: Nei.
Guðbjartur: Hvað þýðir að kvíða fyrir?
R: að kvíða fyrir það er kannski að vera svolítið hrædd að fara í skóla, pínulítið.
Bryndís: Ég er soldið hrædd.
R. Við hvað ert þú hrædd?
Bryndís: Við tölvutímann.
R: Við tölvutímann?
Sif: Ég er hrædd um að einhver stríði mér.
Nokkur barnanna lýstu því yfir að þau væru hrædd við skólastjórann, eins og fram
kom í samtali tveggja stúlkna.
Bryndís: Ég er hrædd við allt, ég er hrædd við skólastjórann.
R: En nú eruð þið búin að hitta hann og mér fannst hann ósköp ljúfur karl.
Bryndís: Ég er hrædd um að hann skammi mig
R: af hverju haldið þið hann fari að skamma ykkur?
Sif: Hann fer aldrei að skamma.
Bryndís: Jú ef maður er óþekkur þá fer maður til hans.
Sif: Maður lærir að leika sér fallega og ekki leika sér með matinn.
Umræða í hópi þriggja stráka var um sama efni en þeir töluðu um kvíða sinn á nokkuð
ólíkan hátt en stúlkurnar, eins og fram kemur í dæminu hér að neðan.
l e ikskól inn frÁ s jónarHól i Barna