Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 5

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 5
5 frá ritstjóra Samþykkt voru ný lög skömmu fyrir þinglok á Alþingi á liðnu vori um hvert skólastig, frá leikskóla til háskóla, auk laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórn- enda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Með lögunum eru menntunarkröf- ur til kennara á öllum skólastigunum þremur samræmdar og í fyrsta skipti er starf leikskóla kennara lögverndað. Jafnframt felst í lögunum viðurkenning á mikilvægi kennarastarfsins og menntunar kennara, þar sem nú er gerð krafa um meistarapróf til að öðlast rétt til starfsheitanna leikskólakennari, grunnskólakennari og framhalds- skólakennari. Þetta er ánægjulegur atburður á aldarafmæli kennaramenntunar hér á landi. En þetta er ekki eini atburðurinn á þessum merku tímamótum í sögu kenn- aramenntunar. fyrstu doktorarnir í menntunarfræðum voru brautskráðir frá Kenn- araháskóla Íslands í júní á þessu ári og í haust sameinast þessi aldargamla kennara- menntunarstofnun og Háskóli Íslands og lýkur þar með vegferð Kennaraháskólans sem stofnaður var á grunni Kennaraskóla Íslands. Þessir atburðir marka tímamót í kennaramenntun hér á landi. Með lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda er menntamálaráðherra fengið það vald að ákveða inntakið í menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara og skilgreina lágmarkskröfur um vægi kennslu- og uppeldisfræða annars vegar og fag- greina hins vegar. Nú verður það ekki lengur háskólanna að ákveða inntak mennt- unarinnar heldur er ráðherra fengið reglugerðarvald þar að lútandi, svipað og tíðkast í nágrannalöndunum. Efasemdir kunna að vera um það hversu æskilegt þetta er en mikilvægt er að vel takist til því lengi hefur verið tekist á um inntak kennaramennt- unar, eins og fram kemur í viðtali við Ólaf J. Proppé, rektor Kennaraháskólans, sem birtist í þessu hefti Uppeldis og menntunar. Ágreiningurinn lýtur að því hver hinn við- urkenndi forði sérþekkingar er eða á að vera í menntun kennara. Þessi ágreiningur er ekki einskorðaður við íslenska umræðu um skólastarf heldur er hann alþjóðlegur og lýtur að því hvort leggja beri áherslu á þekkingu kennarans á fræðasviðum einstakra námsgreina skólans eða kennslu- og uppeldisfræði sem sérþekkingu kennarans. Til eru þeir sem halda því fram að þekking í kennslufræði, þ.e. á námskrá, bekkj- arstjórnun, áhugahvöt, kennsluaðferðum, agastjórnun, einstaklingsmun, námsmati, ígrundun og sjálfsmati o.fl., sé afar takmörkuð og sé fyrst og fremst reynsluþekking. Þess í stað leggja þeir megináherslu á að kennarar hafi fræðilega undirstöðuþekkingu á þeim þekkingarsviðum sem námsgreinar grunnskólans tilheyra. Darling-Hammond (1990) gagnrýnir slíkar skoðanir og segir þær sambærilegar því að ætla sér að þjálfa lækna í að meðhöndla krabbamein án þess að þeir hafi nokkurn grunn í líffærafræði, lífeðlisfræði, líffræði eða meinafræði. Markmiðið eigi að vera að mennta kennara til að

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.