Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 5

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 5
5 frá ritstjóra Samþykkt voru ný lög skömmu fyrir þinglok á Alþingi á liðnu vori um hvert skólastig, frá leikskóla til háskóla, auk laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórn- enda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Með lögunum eru menntunarkröf- ur til kennara á öllum skólastigunum þremur samræmdar og í fyrsta skipti er starf leikskóla kennara lögverndað. Jafnframt felst í lögunum viðurkenning á mikilvægi kennarastarfsins og menntunar kennara, þar sem nú er gerð krafa um meistarapróf til að öðlast rétt til starfsheitanna leikskólakennari, grunnskólakennari og framhalds- skólakennari. Þetta er ánægjulegur atburður á aldarafmæli kennaramenntunar hér á landi. En þetta er ekki eini atburðurinn á þessum merku tímamótum í sögu kenn- aramenntunar. fyrstu doktorarnir í menntunarfræðum voru brautskráðir frá Kenn- araháskóla Íslands í júní á þessu ári og í haust sameinast þessi aldargamla kennara- menntunarstofnun og Háskóli Íslands og lýkur þar með vegferð Kennaraháskólans sem stofnaður var á grunni Kennaraskóla Íslands. Þessir atburðir marka tímamót í kennaramenntun hér á landi. Með lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda er menntamálaráðherra fengið það vald að ákveða inntakið í menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara og skilgreina lágmarkskröfur um vægi kennslu- og uppeldisfræða annars vegar og fag- greina hins vegar. Nú verður það ekki lengur háskólanna að ákveða inntak mennt- unarinnar heldur er ráðherra fengið reglugerðarvald þar að lútandi, svipað og tíðkast í nágrannalöndunum. Efasemdir kunna að vera um það hversu æskilegt þetta er en mikilvægt er að vel takist til því lengi hefur verið tekist á um inntak kennaramennt- unar, eins og fram kemur í viðtali við Ólaf J. Proppé, rektor Kennaraháskólans, sem birtist í þessu hefti Uppeldis og menntunar. Ágreiningurinn lýtur að því hver hinn við- urkenndi forði sérþekkingar er eða á að vera í menntun kennara. Þessi ágreiningur er ekki einskorðaður við íslenska umræðu um skólastarf heldur er hann alþjóðlegur og lýtur að því hvort leggja beri áherslu á þekkingu kennarans á fræðasviðum einstakra námsgreina skólans eða kennslu- og uppeldisfræði sem sérþekkingu kennarans. Til eru þeir sem halda því fram að þekking í kennslufræði, þ.e. á námskrá, bekkj- arstjórnun, áhugahvöt, kennsluaðferðum, agastjórnun, einstaklingsmun, námsmati, ígrundun og sjálfsmati o.fl., sé afar takmörkuð og sé fyrst og fremst reynsluþekking. Þess í stað leggja þeir megináherslu á að kennarar hafi fræðilega undirstöðuþekkingu á þeim þekkingarsviðum sem námsgreinar grunnskólans tilheyra. Darling-Hammond (1990) gagnrýnir slíkar skoðanir og segir þær sambærilegar því að ætla sér að þjálfa lækna í að meðhöndla krabbamein án þess að þeir hafi nokkurn grunn í líffærafræði, lífeðlisfræði, líffræði eða meinafræði. Markmiðið eigi að vera að mennta kennara til að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.