Búnaðarrit - 01.01.1967, Side 12
4
BÚNAÐARRIT
Þorgils gjallandi — með konu sinni og dætrum tveim.
Var Jón móðurbróðir (liálfbróðir) Sigrúnar, konu Stein-
þórs.
Á Litluströnd var þröngbýlt, jörðin lítil og húsakynni
eftir því. Ein baðstofa lítil og ekki hólfuð sundur; bjó
sín fjölskyldan í hvorum enda baðstofunnar. Þetta þrönga
sambýli stóð meira en 20 ár og lánaðist vel. Sambugur
og samvinna var mikil og öll með ágætum, fullkomin til-
litssemi á báða bóga. Mátti það raunar furðu gegna, svo
stórbrotnir menn og skapríkir, sem þeir bændur voru
báðir. Ber það vitsmunum þeirra, víðsýni og góðfýsi
traust vitni. Taldi Steingrímur æ síðan Jón Stefánsson
— Þorgils gjallanda — einn liinn allra bezta mann og
merkasta, sem hann liefði nokkru sinni þekkt, og unni
lionum sem öðrum föður.
Sex voru synir þeirra lijóna, Steinþórs og Sigrúnar.
Tveir dóu í bernsku. Steingrímur var elztur sinna bræðra,
þeirra, er til aldurs komust. Allir urðu þeir gildir menn
að manndómi og mannkostum. Næstur Steingrími að
aldri er Þórir, áður skólastjóri í Reykliolti, þá Sigurður,
síðast fulltrúi á raforkumálaskrifstofunni, og loks Eggert
læknir, langyngstur. Son eignaðist Steinþór utan lijóna-
bands, Þorgils, fulltrúa lijá Grænmetisverzlun ríkisins.
Var móðir bans Guðrún, eldri dóttir Jóns Stefánssonar.
Gerðist sá atburður sumarið 1911. Eigi breyttist heimilis-
bragur á Litluströnd að lieldur. En þetta mun þó liafa
leitt til þess, að rösku ári síðar slitu þau samvistir, for-
eldrar Steingríms. Fór það allt friðsamlega fram. Og oft
kom Steinþór að Litluströnd, lagði á ráð um búskapinn,
vann búinu og veitti margvíslega aðstoð. En mjög munu
þessir atburðir liafa fengið á Steingrím og þá eldri bræð-
ur.
Ungum var þeim bræðrum baldið til vinnu, bæði liti-
vinnu að sumri og fjárgeymslu um vetur. 10 ára gamall
gekk Steingrímur að beyskap með fullorðnum. Ferming-
arvorið réðst bann í vegavinnu fram að slætti. Mun bafa