Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 13
STEINCRÍMUR STEINÞORSSON
5
þótt standa sig vel, því að greidd voru honum full dag-
laun, er upp var staðið. Fékk hann til eigin þarfa eina
krónu fyrir liverja viku -— og var í sjöunda himni með
sínar 8 krónnr.
H.
Steingrímur var snemma haldinn mikilli lestrarfýsn. Naut
liann og þess, að heima þar á Litluströnd var œrið efni
til lestrar. Faðir lians átti nokkurt bókasafn og Jón Stef-
ánsson reyndist drjúgur um aðföng bóka. Mundu að vísu
fæstar þeirra þykja við barna liæfi nú á dögum, þegar
reynt er að forheimska æskuna með sein allra mestu létt-
meti og firra hana andlegri áreynslu. Þeir Litlustrandar-
bræður notuðu liverja stund, sem gafst frá annasamri bú-
sýslu óharðnaðra drengja, til lestrar — og gleymdu sér
stundum. Mun sú lesning liafa vakið þeim löngun til
náms, verið betur til þess fallin að glæða sjálfstæð'a hugs-
un og reynzt vænlegri til að endast til nokkurs þroska en
þorri þeirra bóka og rita, sem nú er haldið að æskumönn-
um og unglingum.
Skömnni eftir fermingu gekk Steingrímur í unglinga-
skóla, er Sigfús Hallgrímsson í Vogum, gagnfræðingur
að menntun, hélt á Skútustööum. Var skólanum skipt í
tvö námskeið og stóð sex vikur livort. Skyldi Steingrímur
sækja liið fyrra námskeið og hverfa síðan aftur að fjár-
geymslu. En er út í fjárliúsin kom að morgni mánudags,
hrast hann í grát, svo mjög fékk það á hann, að verða
að liætta náminu. Minnir þetta á söguna um Steplian G.,
er liann sá skólapilta ríða suður um liaustið. Betur rættist
úr fyrir Steingrími. Er faðir hans sá, hvað verða vildi,
bauð liann lionum að sækja skólann námstímann allan
til enda. Ivvaðst Steingrímur aldrei liafa orðið glaðari í
hragði.
Þegar Steingrímur stóð á tvítugu varð það að ráði, að
liann færi að heiman með liaustinu til náms í bænda-
skólanum að Hvanneyri. Naut liann þar við föður síns.