Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 24
16
BÚNAÐARRIT
kesti milli sr. Sigfúsar og Jóns kom npp lilutur sr. Sigfús-
ar. Á þessu eina atkvæði — lilutkestinu í Skagafiröi —
valt þingmeirihlutinn næsta kjörtímabil. Á því var reist
samstjórn Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins.
Steingrímur féll. Hann tók sér það ekki nærri að þessu
sinni, þótt annað hefði að sjálfsögðu frekar kosið. En það
sagði hann þeim, er þetta ritar, að til þess liefði liann
trauðla mátt liugsa, að sr. Sigfús félli, en sjálfur fengi
hann sigur. Var og slíks af honuni að vænta.
Enn urðu þingkosningarnar í Skagafirði 1937 sögulegar
fyrir ýmissa hluta sakir. Sömu menn voru í kjöri fyrir
aðalflokkana og 1934: Séra Sigfús kaupfélagsstjóri og
Steingrímur, sem nú var fluttur suður og tekinn við em-
bætti búnaðarmálastjóra, fyrir Framsóknarflokkinn, og
Jón á Reynistað og Magnús Guðmundsson fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, er nú hét svo. Sá liörmulegi atburður
gerðist, að sr. Sigfús veiktist hastarlega, er þeir Stein-
grímur voru á leiðinni á fyrsta frainboðsfundinn. I,ézt
liann um nóttina eftir.
Nú var sem þyrmdi yfir kjósendur. Má þó vera, að hið
sviplega fráfall sr. Sigfúsar í sjálfri kosningahríðinni hafi
orðið til að þrýsta flokksmönnum enn fastara saman, efla
kapp þeirra, glæða einhug þeirra og samheldni. Varð að
ráði að reyna að fá Pálma Hannesson rektor, rótfastan
Skagfirðing, í skarð sr. Sigfúsar. Varð Pálmi við því kalli.
En ekki gat liann, sakir embættisanna, komið norður
fyrr en framboðsfundum var flestum lokið. Hlaut því
meginþungi baráttunnar að hvíla á lierðum Steingríms.
Hann bognaði livorki né brast. Nú skyldi sorfið til stáls.
Kosningarnar fóru á þann veg, að Steingrímur og
Pálmi fengu sigur. Hafði Magnús Guðmundsson verið
þingmaður Skagfirðinga allt frá 1916 og notið mikilla
og maklegra vinsælda liéraðsbúa. Hann átti nú skammt
eftir ólifað, því að bann lézt þetta haust, 1937.
Nú munu bæði Skagfirðingar og Steingrímur sjálfur
liafa gert ráð fyrir því, að hann yrði þingmaður þeirra