Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 25
STEINGRÍMUlí STEINÞORSSON 17
meðan lionum entist aldur til og lieilsa og liann kysi
sjálfur þann kost. Kom og til, að kosningalögum var
breytt og lilutfallskosningar teknar upp í tvímennings-
kjördæmum. Hafði nú Framsóknarflokknum vaxið svo
megin í Skagafirði, að liann var þar orðinn sterkasti
flokkurinn. Hlaut liann því alltaf, að öllu sjálf’ráðu, að
eiga vísan annan þingmanninn af tveim.
En nú tóku málin óvænta stefnu um stund.
Framsóknarflokkurinn taldi sig vanta ódeigan baráttu-
mann til að tefla fram í Barðastrandarsýslu gegn Gísla
Jónssyni, vinsælum dugnaðarmanni. Maður var gerður
út af miðstjórn flokksins norður í Skagafjörð í maímán-
uði 1942, gamalreyndur þingmaður og mikils liáttar, í
því skyni að fá flokksmenn til þess að gefa Steingrím
eftir við kosningarnar, sem þá fóru í hönd, ef hann sjálf-
ur gyldi samþykki sitt við. Þeir voru tregir til, en létu
þó að lokum skipast fyrir fortölur sendimanns, sem bæði
var mælskur og laginn og skírskotaði til nauðsynjar
flokksins. Steingrímur var á fundinum, en lagði ekki til
mála. Var lionum um og ó að standa upp úr ömggu
þingsæti og tefla í tvísýnu. Þó réðst svo að lyktum. Sann-
leikurinn er sá, að enda þótt Steingrímur væri í eðli
sínu friðsamur og manna lagnastur að setja niður deilur
annarra manna — og á það reyndi æði oft — þá var
hann reiðubúinn livenær sem var að lieyja liarða bar-
áttu til sigurs þeirri stefnu, er hann taldi fram liorfa og
hollasta vera landi og lýð. Var og livort tveggja, að hann
var vel búinn vopnum og kunni að beita þeim flestum
betur. Og áhættan liafði sitt aðdráttarafl. 1 Skagafirði
var þingsætið öruggt. Á Barðaströnd var teflt á tæpt vað.
Það var ginnandi.
Barðastrandarævintýrið fór sem vænta mátti. Stein-
grímur féll. Hann var nú utan þingsalanna um liríð —
og kunni því engan veginn vel. Því að enda þótt áhrifa
lians gætti mjög þau árin, bæði í Framsóknarflokknum
og einnig á sjálfu Alþingi, þótt hann ætti þar eigi sæti,