Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 28
20
BÚNAÐARRIT
óöld o<r agaleysi og fullkomin sundrung. Nú reið á að fá
í liúsbóndasætið sterkan mann, er eigi liafði komið nærri
þessum heimilisófriði, laginn mann, sanngjarnan og víð-
sýnan — mann, er liefði vit og vilja og mátt til að semja
frið, sameina sundruð öfl. Steingrímur varð fyrir valinu.
Er einmælt fyrir löngu, að það val liefði eigi á annan
hátt mátt betur fara.
Þessu kalli gat Steingrímur ekki neitað. Fyrir því hlutu
þau hjónin að fara frá Hólum, hverfa úr Skagafirði. Það
var ekki sársaukalaust, livorki sjálfum þeim né heldur
Skagfirðingum. Steingrímur hafði mjög komið við félags-
mál ýmiss konar í Skagafirði þau árin, er hann sat á Hól-
um. Þess má geta, að liaustið 1929 stofnaði hann til sam-
hands fjögurra búnaðarfélaga, er hann ætlaðist til, að
yrði upphaf að búnaðarsambandi fyrir héraðið allt, sem
og varð. Hann hreyfði fyrstur manna hugmyndinni um
byggðasafn í Skagafirði og ræddi um við Matthías Þórð-
arson þ jóðminjavörð. Yar liugmynd þeirra sú, að byggða-
safninu yrði komið fyrir í Gamla bænum á Hólum, þeim,
er sr. Benedikt Vigfússon reisti handa Jóni syni sínum og
og enn stendur, meir en 100 ára gamall. Byggðasafn Skag-
firðinga komst upp og er um allt liin merkasta stofnun.
Var því valinn staður í Glaumbæjarbænum gamla, sem
kunnugt er. Fór og að vísu vel á því.
Steingrímur fór fremstur sinna manna í eldhríð stjórn-
málanna í Skagafirði. Og sízt var liann sjálfur saklaus af
að magna þá Iiríð. Slíkt er ekki vænlegt til vinsælda
meðal þeirra, er öndverðir standa í fylkingu. Svo fór þó,
að Steingrímur hlaut ekki aðeins virðingu pólitískra and-
stæðinga, heldur og vináttu þeirra margra.
Brottför þeirra hjóna frá Hólum í Hjaltadal olli eftir-
sjá og söknuði í Skagafirði.
VII.
Aðkoma hins nýja búnaðarmálastjóra að Búnaðarfélagi
Islands var ekki fýsileg. Heimilið hafði með nokkrum