Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 30
22
BUNAÐARRIT
blasa óleyst verkefni og liikar ekki við aS takast á við
þau. En Steingrímur Steinþórsson varð fleiri störfum að
sinna en þeim, sem við komu Búnaðarfélagi Islands beint.
A liann lilóðust þvílík ógrynni opinberra starfa, að liart-
nær ótrúlegt má þykja.
Þess er áður getið, að 1934 var liann skipaður í Skipu-
lagsnefnd atvinnuvega. Hann sat í veiðimálanefnd frá
1935. Nýbýlastjóri 1936—1941; í nýbýlastjórn frá 1941
til æviloka og formaður hennar um liríð. Settur forstjóri
Búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans 1937—1941.
Formaður milliþinganefndar í tilraunamálum landbún-
aðarins 1938—1939 og sat í tilraunaráði um skeið. Tók
sæti í sýningarráði Islandsdeildar heimssýningarinnar í
New York 1938—1940. Skipaður í nýbyggingarráð 1944.
Sat í sex-mannanefnd, er liún fyrst lióf störf 1942 og
lengi síðan; átti og mikinn þátt í setningu laganna um
Framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl. 1947. Hann undir-
bjó stofnun Stéttarsambands bænda 1945 og átti allra
manna inestan þátt í því með framsýni sinni, lagni og
lipurð, liversu giftusamlega tókst til með að lægja þær
öldur, er risu út af því máli — og er þó ógleymdur lilut-
ur Sverris í Hvamrni. 1947 var Steingrímur skipaður í
nefnd til að endurskoða lög um hændaskóla. Formaður
sýningarráðs landbúnaðarsýningarinnar 1947. Skipaður
formaður Heklunefndar, er meta skyldi landspjöll, sem
lleklugosið inikla 1947 olli, og gera tillögur til úrbóta.
Hann átti sæti í náttúruverndarráði frá 1956 og dýra-
verndarráði frá 1957. Sat í bankaráði Landsbanka Islands
frá 1957 og formaður orðunefndar frá sama tíma.
Þótt liér bafi verið drepið á þorra þeirra opinberu
aukastarfa, er Steingrímur Steinþórsson var kvaddur til
og sum tóku mikinn tíma, kostuðu mikil ferðalög og
mikla vinnu, þá eru þó engan veginn öll talin. Auk alls
þessa liélt hann fjölda fyrirlestra og sótti óteljandi fundi
víðs vegar um land, bændafundi, stjórnmálafundi, sain-
koniur ýmiss konar. Hann var þingmaður fyrir kjördæmi