Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 35
STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSON
nefnd þessa og fól lienni allvíðtæk, en þó afmörkuð verk-
svið. Nefndin var skipuð 5 mönnum, tveim búnaðarþings-
fulltrúum auk stjórnar Búnaðarfélags Islands. Nefndin
starfaði í lotum um tveggja ára skeið og skilaði merkum
tillögum, m. a. mörgum lagafrumvörpum. Má þar nefna
frv. til laga um stofnun búnaðarmálasjóðs, frv. til laga
um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum, frv.
lil laga um breytingar á jarðræktarlögunum og frv. til
laga um breytingar á lögum um landnám ríkisins. Þótt
Steingrímur ætti ekki sæti í þessari nefnd, átti liann
meiri þátt en nokkur annar í því, livernig bún hagaði
störfum og livers konar tillögur komu frá lienni. Hann
vann einnig jafnt utan Alþingis sem innan að því, að
þessi lagafrumvörp yrðu samþykkt, en á þeirri löggjöf,
sem milliþinganefnd Búnaðarþings 1943 lagði grund-
völl að, byggjast að mestu leyti búnaðarframfarir síðustu
tuttugu ára. Álirifa Steingríms gætti einnig við mótun
ýmissa fleiri laga, er landbúnaðinn varða, svo sem ábúð-
arlaganna, laga um laxveiði og laga um Sandgræðslu Is-
lands. Sandgræðslan var eitt af mörgum áhugamálum
Steingríms og gladdist liann innilega yfir því, bve árang-
ur sandgræðslunnar befur orðið glæsilegur.
Bændur landsins mega þakka frábærum forystuliæfi-
leikum og réttsýni Steingríms Steinþórssonar í félagsmál-
um, live giftusamlega tókst til með stofnun Stéttarsam-
bands bænda. Hvernig það reis upp sem sjálfstæð stofn-
un úr jarðvegi búnaðarfélagsskaparins, sem átti að baki
aldargamla reynslu.
Er Steingrímur Steinþórsson tók við starfi búnaðar-
málastjóra, liafði gælt nokkurrar sundrungar í Búnaðar-
félagi Islands um árabil. Á efri árum tjáði Steingrímur
mér, að hann liefði í fyrstu borið nokkurn ugg í brjósti
um, að samstarf við stjórn og starfslið félagsins yrði ef
til vill erfitt. Þessi ótti reyndist ástæðulaus. Skjótt liófst
bið bezta samstarf milli bans og stjórnarinnar og starfs-
fólksins alls. Steingrímur var fágætur búsbóndi. Hann