Búnaðarrit - 01.01.1967, Side 37
STEINGRÍMUR STEINPÓRSSON
29
X.
Steingrímur Steinþórsson lifði viðburðaríka ævi. Hann
var fæddur af fátæku foreldri, óx upp á kotbýli, átti
ekki inargra kosta völ, að því er séð varð'. En liann var
biiinn góðum gáfum, miklum manndómi, sterkum vilja.
Þessir eiginleikar, ásamt með góðum ættarfylgjum og var-
anleguin áhrifum viturra inamia, víðsýnna og góðgjarnra,
er mótuðu liann á æsku- og unglingsárum -tust honum
svo, að hann stækkaði og óx með árum, var kallaður til
æ ábyrgðarmeiri starfa, unz lionum voru falin æðstu völd.
Hann var þjóðmálaskörungur, er livað mest sópaði að, er
í móti blés. Hann var óumdeilanlegur forystumaður ís-
lenzkra bænda, naut óskoraðrar virðingar þeirra og
trausts, liafði bjargfasta trú á íslenzkum landbúnaði og
mat hann flestum meir.
Steingrímur Steinþórsson var vitur maður og vaxandi
alla ævi, mikill bugsjónamaður og þó rannsær löngum.
Hann var fágætlega óeigingjarn, góðviljaður og greiða-
samur, eigi sjaldan sjálfum sér til fjármunalegs tjóns.
Steingrímur stóð lönguin einna fremstur í brjóstfylkingu
sinna samlierja, skapstór maður, orrustuglaður, liarð-
skeytinn og höggviss. Þó má fullvíst telja, að liann liafi
engan óvildarmann átt í andstöðuliði. Slíkir voru mann-
kostir hans.
Steingrímur var prýðilega ritfær og skrifaöi margar
greinar í blöð og tímarit, flestar um búnaðarmál. Hann
lét eftir sig í liandriti mikla minningabók, sem bann
afbenti Búnaðarfélagi Islands að gjöf í samsæti, er fé-
lagið liélt lionum á sjötugsafmæli bans.
Börn þeirra Steingríms og frú Theódóm em 4: Stein-
Jiór, eftirlitsmaður, giftur Svölu Vigelund, Hreinn, liljóm-
listarmaður, ókvæntur, Siguröur Örn, guðfræðistúdent,
ókvæntur, og Sigrún, gift Bjarna Magnússyni, bankarit-
ara. Sonarson sinn og alnafna Steingríms ólu Jiau upp
frá fyrstu bernsku. Hann stundar nú nám í gagnfræða-
skóla.