Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 39
Skýrsla
um störf Búnaðarfélags íslands 1966
Stjórn félagsins
Búnaðarþing kýs stjórn Búnaðarfélags íslands á fjögurra
ára fresti á fyrsta Búnaðarþingi hvers kjörtímabils.
Síðast fór stjórnarkjör fram 1963, og þá voru kosnir:
Þorsteinn Sigurðsson, bóndi, Vatnsleysu, sem er formaður
félagsins, Pétur Ottesen, hreppstjóri, Ytra-Hólmi, ritari,
og Gunnar Þórðarson, fyrrverandi hóndi í Grænumýrar-
tungu. Varamenn stjórnarinnar voru kjörnir Kristján
Karlsson, erindreki Stéttarsambands bænda, Einar Ólafs-
son, bóndi, Lækjarhvammi, og Ásgeir Bjarnason, bóndi
og alþingismaður, Ásgarði. Stjórnin ber ábyrgð gagnvart
Búnaðarþingi á þeim samþykktum og ákvörðunum, sem
Búnaðarþing gerir á hverjum tíma.
Stjórn félagsins liefur haldið 27 fundi á árinu 1966.
Alls liefur stjórnin hókað 138 ályktanir varðandi einstök
erindi og mál á fundum sínum.
Endurskoðendur reikninga Búnaðarfélagsins voru, eins
og að undanförnu, þeir Gunnar Guðbjartsson, bóndi á
Hjarðarfelli, kosinn af Búnaðarþingi og Sveinbjörn Dag-
finnson, liæstaréttarlögmaður, tilnefndur af landbúnað-
arráðuneytinu. Sakir anna gat Gunnar Guðbjartsson ekki
starfað við endurskoðun reikninga með Sveinbirni Dag-
finnssyni. Það gerði varamaður hans, Ingimundur Ásgeirs-
son, bóndi á Hæli.