Búnaðarrit - 01.01.1967, Síða 40
32
BÚNAÐARRIT
Starfsmenn og starfsgreinar
Hér verður starfsfólk Búnaðarfélags íslands talið upp og
getið verksviðs livers og eins. Nokkrar breytingar hafa
orðið á starfsliði félagsins á árinu, og verður þess getið
í eftirfarandi skýrslu. 1 skýrslum starfsmanna, sem birtar
eru sérstaklega hér á eftir, kemur nánar fram verka-
skipting þeirra, og að hvaða verkefnum þeir unnu sér-
staklega á árinu.
1. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri. Búnaðarmála-
stjóri er framkvæmdastjóri félagsins, stjórnar öllum
starfsgreinum þess í umboði félagsstjórnar og situr stjórn-
arfundi. Hann er ritstjóri Búnaðarritsins.
2. Gunnar Árnason, gjaldkeri. Hann gegnir einnig
skrifstofustjórastarfi ásamt búnaðarinálastjóra.
3. Björn Bjarnarson, jarðræktarráðunautur.
4. Jónas Jónsson, jarðræktarráðunautur, frá 1. júní
1966. Jónas er búfræðikandidat frá Ási í Noregi 1957 og
stundaði veturinn 1961 - ’62 framlialdsnám í Bretlandi.
Hann var kennari við Bændaskólann á Hvanneyri frá
1957, en fékk orlof frá kennslu þar haustið 1963, til þess
að taka við störfum dr. Björns Sigurbjörnssonar, sérfræð-
ings við Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans, er hann
réðist til Sameinuðu þjóðanna það ár. Gegndi Jónas þeim
störfum, þar til hann réðst til Búnaðarfélags Islands.
Búnaðarfélag Islands býður Jónas velkominn til starfa
■og væntir góðs af störfum hans.
5. Agnar GuSnason, fóðurræktarráðunautur og með-
ritstjóri Freys, og einnig ritstjóri Handbókar bænda.
6. Óli Valur Hansson, garðræktarráðunautur.
7. Ólafur E. Slefánsson, nautgriparæktarráðunautur.
8. Jóhannes Eiríksson, nautgriparæktarráðunautur.
9. Árni G. Pétursson, sauðfjárræktarráðunautur.
10. Sveinn Hallgrímsson, sauðfjárræktarráðunautur,
frá 1. september 1966. Sveinn er kandidat frá framlialds-
deildinni á Hvanneyri 1959, vann eftir það í 2]/z ár sem