Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 42
34
BÚNAÐARRIT
frá Edinborgarháskóla vorið 1966. Síðasta námsárið lagði
hann sérstaka stnnd á búreksturshagfræði. Starf búnað-
arhagfræðiráðunautar er nýtt, og veltur á rniklu, hvernig
tekst að sníða leiðbeiningastarfsemi í þessari grein eftir
þörfum bændastéttarinnar og þjóðarinnar í lieild. Vegna
veikinda forstöðumanns Búreikningaskrifstofunnar gegn-
ir Ketill starfi lians um stundarsakir.
Búnaðarfélag íslands býður Ketil A. Hannesson vel-
kominn til starfa og væntir mikils árangurs af leiðhein-
ingum hans til lianda bændum.
17. Eyvindur Jónsson, forstöðumaður Búreikninga-
skrifstofu ríkisins. Lagt er sérstakt fé til Búreikninga-
skrifstofunnar á fjárlögum, en Búnaðarfélag Islands ann-
ast stjórn hennar og eftirlit. Eyvindur Jónsson var frá
störfum sökum krankleika síðustu fjóra mánuði ársins.
18. örn Ólafsson, fulltrúi á Búreikningaskrifstofu
ríkisins.
19. Sveinn Einarsson, veiðistjóri. Að því leyti er hér
um svipaða tilhögun að ræða og varðandi Búreikninga-
skrifstofuna, að veiðistjóri starfar samkvæmt sérstökum
lögum, og nýtur starfsemin beinnar fjárveitingar frá
Alþingi, en Búnaðarfélagið annast stjórn hennar.
20. Ingólfur Þorsteinsson, fulltrúi á ráðningarstofu
landbúnaðarins.
21. Hannes Pálsson, fulltrúi, vinnur að útreikningi
jarðræktarfrandaga og færir spjaldskrá yfir stærð túna.
22. Brynliildur Ingjaldsdóttir, einkaritari búnaðar-
málastjóra, annast jafnframt skjalavörzlu og bókasölu.
23. Ingunn Björnsdóttir, ritari, annast símavörzlu og
vélritun.
24. Inga Ágústsdóttir, ritari, vann hálfan daginn í 5
mánuði.
25. GuSrún Þorsteinsdóttir, ritari, frá 10. júní til 31.
júlí.
26. Hlíf Þórarinsdóttir, sendill í ]>rjá mánuði, júní -
ágúst.