Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 48
40
BÚNAÐARRIT
stjórninni í nóvember í frumvarpsformi, o<; ákvað stjórn-
in að leggja það fyrir næsta Búnaðarþing.
KjarnfóSurnefnd. Búnaðarþing 1966 samþykkti eftir-
farandi ályktun um erindi Gísla Kristjánssonar um
geymslu, dreifingu og flutninga kraftfóðurs.
„Búnaðarþing leggur ríka áherzlu á, að hafinn verði
innflutningur á ómöluðu fóðurkorni og vitnar í því sam-
handi í fyrri lið ályktunar frá Biinaðarþingi 1965, mál
nr. 14 og 19.
Nú hefur Samband ísl. samvinnufélaga, sem stærsti
innflytjandi fóðurkorns í landinu, liafið undirbúning
þessa máls, og hvetur Búnaðarþing til þess, að málinu
verði hraðað.
Jafnframt beinir þingið þeim tilmælum til innflytj-
enda fóðnrvara, að athugað verði, livort hagkvæmt muni
þykja að efna til samstarfs um nauðsynlegar framkvæmd-
ir í því skyni að tryggja sem lægst verð og mest vöru-
gæði.
Til að ná því marki telur Búnaðarþing nauðsynlegt, að
innflutningur fóðurvara verði frjáls.
Búnaðarþing lítur svo á, að hér sé ekki einungis um
hag bændastéttarinnar að ræða, heldur sé þelta þjóðfé-
lagslegt hagsmunamál og mikilvægur liður í nauðsynlegri
viðleitni til að draga úr verðbólgunni í landinu.
Þingið felur stjórn Búnaðarfélags Islands að fylgja
málinu fast eftir.“
Hinn 24. júní 1966 skrifaði Búnaðarfélag Islands aðal-
innflytjendum kjarnfóðurs, Sambandi ísl. samvinnufé-
laga, Mjólkurfélagi Reykjavíkur og Innflytjendasamband-
inu eftirfarandi bréf, er þeim var sent með ályktun Bún-
aðarþings í málinu:
„Búnaðarfélagi Islands er það ljóst, að verðlag á inn-
fluttu kjarnfóðri er mjög liátt, samanborið við verð á
kjarnfóðri í nágrannalöndum okkar, sem þó flytja meg-
inlilutann af því inn frá Bandaríkjunum, eins og við
gerum. Verður á þessu sviði, sem öðrum, að gæta fyllstu