Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 52
44
BÚNAÐARRIT
Kristjáni Karlssyni til þess að kynnast aðstæðum ölliun.
Woklen liefur sent skýrslu um málið, sem mun verða birt
í Frey.
Afréttarmálefni, fjallskil o. fl. Landbxinaðarráðuneyt-
ið lagði fyrir Búnaðarþing 1966 bið mikla frumvarp til
laga um afréttarmálefni, fjallskil o. fl., sem uppbaflega
var samið af stjórnskipaðri nefnd, var svo sent Búnaðar-
þingi 1962 til umsagnar. Það Búnaðarþing afgreiddi ekki
málið, en lagði til við landbúnaðarráðuneytið, að frum-
varpið yrði sent sýslumönnum og bæjarstjórum til um-
sagnar. Umsagnir liöfðu borizt frá 11 sýslunefndum. Bún-
aðarþing 1966 afgreiddi málið á þann veg, að fela stjórn
Búnaðarfélags Islands að skipa nefnd til að endurskoða
frumvarpið fyrir Búnaðarþing 1967, og skyldi sú nefnd
atliuga vandlega breytingartillögur sýslunefndanna.
Stjórn Búnaðarfélags Islands skipaði eftirtalda þrjá
menn í nefnd til að athuga svör sýslunefndanna og end-
urskoða frumvarpið: Gísla Magnússon, bónda í Eyliild-
arliolti, og var hann jafnframt tilnefndur nefndarfor-
maður, Jón Egilsson, bónda á Selalæk, og Árna G. Pét-
ursson, satiðfjárræktarráðunaut. Nefndin lagði mikið
verk í endurskoðun frumvarpsins, stytti það verulega
og gerði á því ýmsar breytingartillögur. Frumvarp þetta
verður lagt fyrir Búnaðarþing 1967.
Búreikninganefnd. Búnaðarþing 1966 afgreiddi til-
lögu stjómar Búnaðarfélags Islands um endurskoðun á
lögum um biireikningaskrifstofu með eftirfarandi álykt-
un:
„Búnaðarþing ályktar að skipa þriggja manna nefnd
til þess að endurskoða lögin um Búreikningaskrifstofu
ríkisins. Skal nefndin skipuð þremur mönnum, þannig
að landbúnaðarráðlierra tilnefnir einn manninn, og
skal liann vera formaður nefndarinnar, en Búnaðarþing
tilnefnir tvo menn, að fengnum tillögum stjórnar Búnað-
arfélags Islands. Skal nefndin hafa lokið störfum og lagt
tillögur sínar fyrir næsta reglulegt Alþingi.“