Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 56
48
BÚNAÐARRIT
Búfjárræktarsambandsins voru deildarfundir sambands-
ins lialdnir. Búnaðarmálastjóri sat fundi í sauðfjárrækt-
ardeildinni og flutti þar erindi, að ósk stjórnarinnar, um
hvernig dæma skyldi kjötgæði sauðfjár (Evaluation of
carcass quality in slieep). Hann var fundarstjóri einn
daginn á 9. alþjóðaráðstefnunni um búfjárrækt og tók
auk þess þátt í umræðum aðra daga.
Ráðstefna þessi var í alla staði bin lærdómsríkasta.
Hana sóttu 3 íslendingar auk mín, þeir Ólafur E. Stef-
ánsson, nautgriparæktarráðunautur, Hjalti Gestsson, liér-
aðsráðunautur, og Stefán Aðalsteinsson, sérfræðingur við
Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Á fundum sem þess-
um rifjast upp alls konar fróðleikur, og þátttakendur
lieyra um allar merkustu nýjungar í þeim fræðigreinum,
sem teknar eru til umræðu. I svipinn finnst þátttakend-
um eins og þeir séu komnir aftur í liáskóla, þar sem
fróðleik er óspart miðlað.
Rannsóknastofnun Unilevers í Bedford, Englandi, bauð
undirrituðum að sitja fund sérfræðinga í sauðfjárrækt,
sem balda skyldi á vegum stofnunarinnar í Colwortb
House, Sbarnbrook, Bedford 27. og 28. október. Á fundi
þessum skyldi ræða, með hvaöa liætti helzt væri liægt að
auka afurðir sauðfjár með ræktun, bættri fóðrun og hirð-
ingu (Sheep Intensification). Undirritaður var beðinn
að flytja erindi á ráðstefnunni um, hvernig Islendingar
liafa aukið framleiðslu eftir fóðraða kind á síðustu ára-
tugum. Ég þekktist boð þetta, fyrst og fremst af því að
á þessum fundi átti ég kost á að liitta alla helztu sérfræð-
inga í Bretlandi í sauðfjárrækt. Ræddi ég við nokkra
þeirra í góðu tómi, mér til gagns og ánægjn. Hafði ég
sérstaklega ábuga fyrir steinefna- og snefilefna vandamál-
um í sambandi við sauðfjárbeit á mjög afmörkuðum
svæðum. Var mér heitið aðstoð við lausn þeirra mála,
sérstaklega ef við gætum sent vel menntaðan lífeðlisfræð-
ing til nokkurra vikna eða mánaða dvalar við lieimskunna