Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 59
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓKA
51
Louis Jensen, sauðfjárræktarráðunautur Grænlendinga,
og kona lians, koniu flugleiðis liingað til lands frá Græn-
landi liinn 14. júní. Eins og áður getur, hafði Ragnar
Asgeirsson hvatt þau til að vera nokkra daga á Islandi
til að kynnast búskaparliáttum hér, en Louis Jensen
hafði aldrei átt þess kost að ferðast liér um, enda þótt
hann hefði oft lent í Reykjavík á leið sinni milli Græn-
lands og Danmerkur. Við Ragnar fórum nveð þeim hjón-
um upp í Borgarfjörð með viðkomu á Grund í Skorra-
dal og á Hesti. Næsta dag héldum við norður í land með
viðkomu á Lækjamóti og Blönduósi. Þar tók Ragnar við
fararstjórn bændafarar, sem Austur-Húnvetningar fóru
alla leið í Austur-Skaftafellssýslu. Ragnar bauð þeim
Jensenshjónum að vera með í þessari bændaför, sem þau
tóku með þökkum. Þau lijónin og Ragnar komu fljúgandi
frá Hornafirði til Reykjavíkur 24. júní. Næstu þrjá dag-
ana ferdaðist ég með þeim Louis Jensen og konu lians um
Suðurland allt til Víkur. Landið skartaði þá sínu bezta,
þótt seint hefði vorað, og voru þau lijónin hrifin af öllum
þeim gróðri og öllum þeim möguleikum, sem Island lief-
ur upp á að bjóða til búskapar, enda er mikill muiiur
á búskaparskilyrðum á Islandi og í Suðvestur-Grænlandi,
enda þótt sá liluti Grænlands liggi mun sunnar en
Island.
Dr, B. R. Sen, aðalframkvæmdastjóri Matvæla- og land-
búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm,
kom hingað lil Islands s. 1. sumar í hoði ríkisstjórn-
arinnar, ásamt einkaritara sínum og Viggó Andersen,
deildarstjóra lijá FAO. Utanríkisráðuneytið óskaði þess,
að Búnaðarfélag Islands sýndi dr. Sen og föruneyti hans
íslenzkan landbúnað. Til þess gafst ekki annar tími en
sunnudagurinn 24. júlí.
Undirritaður og Ólafur E. Stefánsson héldu með dr.
Sen og fylgdarliði hans af stað árla morguns í ágætu veðri
austur yfir Hellisheiði, með viðkomu í Hveragerði. Þaðan
hélduni við um Ölfus og Grímsnes að Kerinu, snerurn