Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 62
54
BÚNAÐARRIT
fjár. Ég fékk leyfi til aS koma meS þessa gesti að Odd-
geirsliólum, þar sem liafðar voru við kindur, kýr og liest-
ar. Búnaðarfélag Islands þakkar búendum í Oddgeirs-
hólum fyrir þennan greiða og marga aðra í sambandi við
móttöku erlendra gesta.
Bændafarir
Bœndafarir til útlanda. Búnaðarfélag íslands skipulagÖi
fjölmenna bændaför til Bretlands í sambandi við Smith-
fieldsýninguna í fyrstu viku desember. Búnaðarfélagið
lagði til fararstjóra. Ferðin tókst ágætlega; sjá nánar um
bana í starfsskýrslu Agnars Guðnasonar.
Bœndafarir innanlands. Farnar voru tvær bændaferðir
innanlands. Austur-Húnvetningar, 40 að tölu, fóru austur
um land til Austur-Skaftafellssýslu og komu við í öllum
sýslum austan Skagafjarðar. Ragnar Ásgeirsson var far-
arstjóri; sjá nánar um för þessa í starfsskýrslu bans.
Biskupstungnamenn, um 40 að tölu, fóru um Borgar-
fjörð, Snæfellsness- og Dalasýslu. Voru þeir þrjá daga í
ferðinni. Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnaðarfélags
Islands, var fararstjóri.
Fræðslustarfsemi félagsins
Ráðunautar félagsins veita fræðslu og leiðbeiningar allt
árið í viðtölum við menn, með bréfaskriftum, í greinum
í blöðum og tímaritum og með erindaflutningi á fundum
og í útvarp. Ráðunautarnir skýra nánar frá þessum mál-
um í starfsskýrslum sínum liér á eftir.
Búnaðarfélag Islands gefur út Búnaðarritið, sem allir
ævifélagar fá ókeypis, en ævifélagsgjaldið er nú kr.
500.00, einnig Frey, sem færir kaupenduin hagnýtar árs-
tíðabundnar leiðbeiningar og ýmislegt annað efni, og
Handbók bænda, sem er nauðsynleg uppsláttarbók fyrir
bændur og alla aðra, sem eitthvað fást við ræktun jarðar.