Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 71
SKÝRSLU K STARFSMANNA 63
til yfirlits vegna stórfelldrar framræslu, sem áætlað er
að framkvæma þar næstu 5 árin.
Hinn 8. júní var lagt upp í ferð til Austurlands. Hinn
10. júní hittumst við Jónas Jónsson á Egilsstöðum á Yöll-
um og vorum síðan í nokkra daga í Hjaltastaðarþinghá
að athuga lönd nokkurra jarða til plógræslu. Stjórn Bún-
aðarsambands Austurlands liélt aðalfund sinn að Hall-
ormsstað dagana 11.—12. júní, og var okkur boðið að
sitja fundinn, sem við þáðum með þökkum. Fundurinn
tók mörg mál til meðferðar. Ánægjulegt var að kynnast
því, að þrátt fyrir þau liarðæri, sem gengið liafa yfir
þennan landsliluta árum saman, var livergi hilbug að
finna um áframhaldandi ræktun og uppbyggingu land-
húnaðarins.
23. júlí var farið um mikinn liluta mýra þeirra, sem
Jiggja milli Sandvatns í Mývatnssveit og Svartárvatns í
Bárðardal, en stærð mýrafláka þessa er yfir 3000 lia.
Óskað hafði verið eftir athugun á, livort hæta mætti land
þetta til sumarbeitar með framræslu.
Eins og að venju var unnið á skrifstofunni að upp-
gjöri á skurðgreftri fyrra árs og úrskurðaðir reikningar
vegna framræslu og áveituframkvæmda, sem framlag er
veitt á úr ríkissjóði skv. jarðræktarlögum. Alls voru á
árinu 1965 grafnir skurðgröfuskurðir 962.707 m, að rými
4.057.141 m3. Heildarkostnaður við framræsluna varð-
28.337.552.32 kr. og framlag ríkisins 19.836.265.67 kr.
Framlög vegna áveituframkvæmda voru 17.506.86 kr.
Vegna ofþreytu í störfum sagði ég upp starfi mínu hjá
Búnaðarfélagi Islands síðaslliðið sumar. Samningar tók-
ust þó milli Búnaðarfélagsins og mín um, að ég kæmi
til starfa aftur eftir nokkurra mánaða frí á árinu 1966 og
1967. Stjórn Búnaðarfélagsins féllst á ósk mína um að
vera Jeystur undan störfum í Vélanefnd, en í Jienni liafði
ég átt sæti frá stofnun liennar árið 1950, og tilnefndi hún
Ágúst Þorvaldsson, alþm., í nefndina í minn stað. Óska
ég Vélanefnd velfarnaðar í störfum sínum. Stjórn Bún-