Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 97
SKÝRSLUR STARFSMANNA
89
yrkjunnar frá félaginu, og færa hana í hendur GarSyrkju-
skóla ríkisins, þar sem nú er fyrir hendi jarSvegsrann-
sóknaþjónusta fyrir garðyrkjubændur.
Mun það álit síðari hópsins, að í höndum skólans
muni leiðbeiningar í ylrækt geta orðið öflugri en í hönd-
um Búnaðarfélags Islands, þar sem menntastofnun með
góðum starfskröftum, er nota mætti til þess að leiðbeina,
yrði sem bakhjallur. Um þetta mál hefur spunnizt mikil
togstreita og leiðindi á undanförnu ári. Togstreita, sem
valdið hefur mikilli sundurþykkju meðal stéttarinnar og
veikt allan félagsskap hennar. Ég ætla mér ekki hér, að
reyna að dæma um, í hvers höndum leiðbeiningar á
vettvangi ylræktar kynnu að reynast betur, — hjá Bún-
aðarfélagi Islands eða Garðyrkjuskóla ríkisins. Hins veg-
ar er ég þeirrar skoðunar, að bezt lilyti að fara á því, að
öll þess háttar störf, innan ákveðins atvinnuvegar, væru
undir umsjá og yfirstjórn einnar stofnunar. Að rjúfa
tengsl garðyrkjunnar við Búnaðarfélag Islands, hvað við-
kemur leiðbeiningaþjónustu í sumum garðyrkjugreinum,
og færa hana undir umsjá og stjórn annarra aðila, teldi
ég spor í átt afkerfunar. Afleiðingar af slíku gætu orðið
óheillavænlegar fyrir kerfið í heild, er fram í sækir.
Á árinu voru heimsóknir mínar á lielztu ræktunarsvæði
garðyrkjubænda sem hér segir:
Biskupstungur og nágr. sveitir: Apríl 27.—28. og 30.,.
maí 1., júní 23.—27. og 29.—30., júlí 25.—30., sept. 7.—9.
Borgarfjörður: Jan. 19.—24., apríl 1.—3., maí 4.—8.,
18.—21., jiilí 5.—9., ágúst 11., 24.—25., okt. 24.—28.
Hveragerði, ölfus: Apríl 14.—15., maí 9.—16., sept. 6.r
16., 22. og 27.
Mosfellssveit: Jan. 27., fehr. 8., 27., marz 17., apr. 8.
og 13., júní 21., ágúst 3. og 22., sept. 19. og 26., okt. 16.
Norðurland: Júní 2. gróðrarstöðvar v. Eyjafjörð og
júní 12. í Skagafirði.
Isafjarðardjúp: Ágúst 27.—31.