Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 99
SKYRSLUR STARFSMANNA
91
III. Skrifstofan o. fl.
Á skrifstofunni lrefur verið yfirdrifiS af verkefnum. Ég
gerði nokkra lauslega uppdrætti að görðum og veitti
margvíslega fyrirgreiðslu um garðyrkjumálefni bæði
með persónulegum viðræðum, bréfaskriftum og símtölum.
í marzmánuði vann ég mikið við matsgerðir á gróðr-
arstöðvum fyrir Reykjavíkurborg, sem orsakaðist af því,
að liluti Fossvogar var lagður undir íbúðabverfi, en þar
voru fyrir uppeldisstöðvar á garðagróðri, sem þurftu að
víkja. Einnig var ég dómkvaddur til að rneta skrúðgarða-
vinnu við lóð í Garðalireppi, en það var töluvert verk og
nokkuð þófið. Ég lagði smávegis af efni í Handbók
bænda, og annaðist bluta af binum vikulega morgunþætti
í útvarpinu, „Spjallað við bændur“, á móti þeim Árna G.
Péturssyni og Kristjáni Karlssyni. Ennfremur aðstoðaði
ég við samsetningu dagskrár bændavikunnar. Ég tók
tvívegis saman efni, er ég lét fjölrita og senda garðyrkju-
bændum. Annars vegar leiðbeiningar um ylræktun blóm-
lauka, og bins vegar ritsmíð um moldarblöndur. En
bvort tveggja vona ég að bafi verið vel þegið. Hér komu
á árinu nokkrir útlendir sérfræðingar í garðyrkju til
þess að kynnast viðborfum og ástandi í þeim málum liér.
Voru þar m. a. á ferð prófessorarnir Erling Strömme frá
Ási í Noregi, en hann er forstöðumaður blómaræktar-
stofnunar Búnaðarháskólans þar, og S. Pieniazek og kona
hans, en Pieniazek veitir forstöðu rannsóknastofnuninni
í ávaxtaræktun í Póllandi, sem er önnur stærsta stofnun
í beimi á þessu sviði, næst á eftir East Malling í Englandi.
Dvöldu þessir sérfræðingar bér í tvo daga og ferðaðist
ég um með þá o;i syndi þeim það, sem ég taldi markvert
viðvíkjandi ylræktun og jarðliita.
í janúar 1967,
ÓIi Valur Hansson.