Búnaðarrit - 01.01.1967, Side 101
SKÝRSLUK STARFSMANNA
93
landssvæðinu að þessu sinni. Var ég formaður dómnefnda
í Strandasýslu og Dalasýslu, 20.—25. júní, en Jóhannes
Eiríksson á öðrum sýningum, eins og fram kemur í
skýrslu hans. Afkvæmasýningar voru á Norðurlandi, og
dæmdi ég dætrahópa liinna ýmsu nauta, sem afkvæma-
sýnd voru í A.-Húnavatnssýslu, Eyjafirði og S.-Þingeyjar-
sýslu. Á þessu ferðalagi, sem stóð frá 5. til 10. september,
sat ég jafnframt fund með stjórn S.N.E. á Akureyri.
Fundahöld og ferðalög. Við Jóliannes Eiríksson sátum
tvo aðalfundi Nsb. Rang.- og V.- Skaft. að Hvoli, hinn
11. janúar og 20. des., en fyrri fundinum hafði verið
frestað fram yfir áramótin 1965—66 vegna veðurs. Hinn
19. des. sátum við aðalfund Nsb. Árnessýslu að Selfossi.
Á öllum þremur fundunum héldu ráðunautar Búnaðar-
sambands Suðurlands erindi auk okkar.
Dagana 5. til 8. febrúar var ég á ferðalagi í Skagafirði
og A.-Húnavatnssýslu. Var efnt til bændafundar á Stóru-
Ökrum fyrsta daginn, en vegna þess að færð í héraðinu
hafði spillzt eftir veðraham, og margir voru að hygla fé,
var fundurinn fásóttur, aðeins um 20 bændur. Egill
Bjarnason, ráðunautur, stjórnaði fundinum, en auk mín
fluttu þar stutt erindi Ferdinand Ferdinandsson, mjólk-
urmálaráðunautur mjólkursamlaganna á Blönduósi og
Sauðárkróki, og Ingvar Gýgjar Jónsson, byggingafulltrúi.
Daginn eftir, sem var sunnudagur, flutti ég erindi um
nautgriparækt fyrir eldri deild Hólaskóla og annað
erindi um kvöldið fyrir nemendur alla. Var það um
mjólkurmyndun og mjaltir og skýrt með skuggamyndum.
Þriðja daginn ók ég með Agli Bjarnasyni til Blönduóss og
skoðaði nautin á búfjárræktarstöðinni þar. Um kvöldið
efndi Búnaðarsamband Húnavatnssýslu til umræðufund-
ar bænda á Blönduósi, og liafði ég þar framsögu um
framleiðslumál landbúnaðarins og ræddi einkum um
framleiðslu mjólkur og kjöts af nautgripum. Fundinn
sóttu um 70 bændur.
Að beiðni stjórnar Sambands nautgriparæktarfélaga