Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 102
94
BÚNAÐARRIT
EyjafjarSar flaup; ég til Akureyrar hinn 19. apríl og
skoðaði þann dag allt búfé sambandsins á Lnndi,
Grísabóli og Rangárvöllnm, og ræddi tilraunastarfsemina
við ráðunaut og bústjóra. Daginn eftir sat ég 37. aðal-
fund S. N. E. og ræddi þar nokkuð umframframleiðslu
mjólkur og kjötframleiðslu af nautgripum. Þessi fundur
markaði að vissu leyti nokkur þáttaskil í sögu S. N. E.,
þar sem tveir forvígismenn samtakanna voru að láta af
störfum á miðju ári, þeir Jónas Kristjánsson, mjólkur-
samlagsstjóri, og Ólafur Jónsson, ráðunautur. S. N. E.
var stofnað árið 1929 og var fyrsta nautgriparæktarsam-
bandið hérlendis. Það liefur allt frá stofnun liaft ráðu-
naut í þjónustu sinni og var í því efni framsýnna en
flest búnaðarsamböndin. Það stofnaði fyrstu sæðingar-
stöð fyrir búfé árið 1946, sem hefur síðan unnið óslitið
að sæðingu nautgripa. Skýrsluhald um kúabú er út-
breiddast í Eyjafirði af öllum héruðum landsins, og
mikill árangur liefur orðið af kynbótastarfinu þar, bæði
með tilliti til mjólkurmagns og mjólkurfitu. Á vegum
sambandsins starfar önnur af tveimur afkvæmarann-
sóknastöðvum í nautgriparækt, og það hefur séð um
framkvæmd nokkurra tilrauna síðustu árin. Lög sam-
bandsins mæla svo fyrir, að mjólkursamlagsstjóri skuli
vera í stjórn þess, og hefur Jónas ICristjánsson verið í
henni frá upphafi. Hann hefur verið driffjöðrin í allri
starfsemi sambandsins, Jiólt þar komi fleiri ötulir menn
við sögu. Ólafur J ónsson hefur verið ráðunautur sam-
bandsins frá 1957. Hann hefur í starfi sínu lagt mikla
áherzlu á að vinna úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna
og sýna fram á, hvað áunnizt liefur með kynbótum annars
vegar og bættri fóðrun hins vegar. Á Jiví sviði hefur liann
lagt áherzlu á gott uppeldi og fóðrun fyrsta kálfs kvígna.
Þá hefur hann stjórnað afkvæmarannsóknunum að
Lundi og gert Jiær tilraunir upp. Niðurstöður sínar á
rannsóknum í nautgriparækt hefur Ólafur birt í Ársriti
Ræktunarfélags Norðurlands, og eru þær ritgerðir hinar