Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 105
SKYRSLUR STARFSMANNA
97
einnig í búfjárræktarnefnd ráðsins, sem liélt 10 fundi
á árinu. Gegndi ég ritarastörfum bæði í ráðinu og nefnd-
inni.
Ég var varamaður búnaðarmálastjóra í skipulags-
nefnd fólksflutninga með bifreiðum og sat fjóra fundi
nefndarinnar á árinu. Hinn 22. desember skipaði sam-
göngumálaráðuneytið mig eftir tilnefningu Búnaðarfélags
Islands að vera áfram varamaður búnaðarmálastjóra í
nefnd þessari til ársloka 1971.
Búnaðarþing 1966 óskaði eftir því, að landbúnaðar-
ráðberra léti endurskoða ákvæði reglugerðar um kjöt-
mat o. fl. Ráðuneytið skipaði fyrir mitt ár fjóra menn í
nefnd til að bafa með hönduni endurskoðunina í samráði
við Búnaðarfélag Islands og Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins, og skyldi reglugerð um útbúnað sláturliúsa og kjöt-
frystibúsa einnig endurskoðuð. 1 nefndina voru skipaðir
þeir Jónmundur Ólafsson, kjötmatsformaður, sem er
formaður nefndarinnar, Sæmundur Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri, Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, og undir-
ritaður. Allmargir fundir voru haldnir á árinu og endur-
skoðun fyrri reglugerðarinnar langt komin í árslok.
Stjórn félagsins fól okkur Ásgeiri L. Jónssyni, ráðu-
naut, að semja frumvarp til breytinga á lögum um beim-
ilislijálp í viölögum, og vísast um það til skýrslu hans og
búnaðarmálastjóra. Einnig átti ég sæti í nefnd, sem skip-
uð var af Búnaðarfélagi Islands og Stéttarsambandi
bænda til að gera tillögur um innflutning og dreifingu
kjamfóðurs. Yísast um störf nefndarinnar til skýrslu
búnaðarmálastjóra. Þá liöfum við Árni G. Pétursson,
ráðunautur, unnið að samningu reglugerðar við lög um
búfjárrækt, og vísast til skýrslu lians um það.
Undirritaður átti sæti í stjórn Bændaliallarinnar á
árinu, kosinn af Búnaðarþingi.
7