Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 114
106
BÚNAÐARRIT
„Endurtekin var tilraun með grasmjöl, og að þessu
sinni fékk grasmjölsflokkurinn fóðurblöndu, sem í var
23% grasmjöl. Tilraunin var gerð á 20 liámjólka kúm og
stóð í 10 vikur. Hún verður endurtekin í vetur.
Þá var gerð tilraun með alikálfa. Tilraunin var gerð
á 8 nautkálfum, og voru þeir aldir á undanrennudufti
ásamt fitusprengdri sauðatólg, en fengu hvorki hey né
kjarnfóður. Þeim var slátrað 100 daga gömlum, og reynd-
ust þrif þeirra mjög góð og kjötið gott. Báðar þessar til-
raunir voru kostaðar af Rannsóknastofnun landbúnað-
arins, og tilraunastjóri var Reynir Bjarnason, húfræði-
kandidat.“
Holdanautgriparœktin á BcssastöSum. Enn eru það fá-
ir gripir á búinu, að allir kálfar, fæddir á árinu, voru
settir á. Kúnum gekk illa að bera, og varð að drepa tvær
þeirra, sem ekki náðu sér eftir burð. Ekki er víst, hvort
Búnaðarfélag Islands fær þá aðstöðu á lioldanautabúinu
á Bessastöðum, sem rekið er af forsætisráðuneytinu, til að
liafa eftirlit og umsjá með ræktun gripanna, eins og gert
var ráð fyrir og nauðsynlegt er, til að búið nái tilgangi
sínum í þágu bænda og almennings. Verða þessu máli
því ekki gerð frekari skil að sinni, en bent hefur verið
á nauðsyn þess, að hinir völdu gripir verði notaðir á
þann hátt, sem ráð var fyrir gert.
Nýtt nautgriparœktarfélag. Hinn 11. janúar s.l. voru
staðfest lög fyrir Nautgriparæktarfélag Hlíðarbrepps í
N.-Múlasýslu. Hafði stofnun félagsins átt sér nokkurn
aðdraganda. Býð ég það velkomið til starfa.
Rcykjavík, 10. febrúar 1967,
Ólafur E. Stefánsson.