Búnaðarrit - 01.01.1967, Side 120
112
BÚNAÐARRIT
Þá sat ég eftirtalda fundi í félagssamtökum bænda og
flutti þar að jafnaði fræðslu- og yfirlitserindi um fjár-
rækt: 12. marz aðalfund Sf. Mosfellshrepps að Hlégarði,
3. apríl 20 ára afmælishátíð Sf. Gnúpverja, 16. apríl að-
alfund Sauðfjárræktarsambands Austur-Skaftfellinga að
Hofi í Öræfum, 23. apríl aðalfund Sf. Kjósarhrepps,
19. júlí aðalfund sauðfjársæðingarstöðvarinnar að Lundi
við Akureyri. 5. janúar hélt ég framsöguerindi um
skýrsluliald sauðfjárræktarinnar á klúbbfundi búvísinda-
manna í Reykjavik, 25. maí fræðslufund ásamt kvik-
myndasýningu og litskuggamyndum á æskulýðsviku Bún-
aðarfélags Islands og Æskulýðsráðs, 27. maí var ég leið-
beinandi barnalióps á þeirra vegum að Bessastöðum.
2. ágúst var umræðufundur sauðfjárræktarráðunauta
Norðurlanda í Bændaliöllinni, 3. — 6. ágúst NJF fundur
í Reykjavík, en þar flutti ég erindi um íslenzka sauðfjár-
rækt og afurðaaukningu síðustu ára.
Ýmis ferðalög og erlendir gestir
Hinn 3. apríl skoðaði ég fjárbúin að Steinsholti og Hæli
í Gnúpverjalireppi, 4. og 5. apríl heimsóttum við Hjalti
Gestsson, ráðunautur, stofnræktarbúið að Hrafnkelsstöð-
um og ásamt Einari Þorsteinssyni, ráðunaut, stofnrækt-
arbúið að Seglbúðum og völdum fénað til stofnræktunar.
Dagana 15. — 18. apríl skoðaði ég fé á öllum bæjum í
öræfasveit, einnig að Árbæ á Mýrum og Seljavöllum í
Nesjum. 1.—4. maí dvaldi ég að Hesti í Borgarfirði,
6. maí heimsótti ég stofnræktarbú sunnan Skarðslieiðar.
13. — 14. maí ferðaðist ég um Suðurland með skozkum
fjárbónda, Peter Cameron, og konu lians, og heimsóttum
við þá m. a. Oddgeirslióla, Gunnarsliolt, Einar Þorsteins-
son og frú í Sólheimalijáleigu, Skógaskóla og ýmsa aðra
bæi og staði undir Eyjafjöllum. Þau lijónin höfðu lif-
andi áhuga á öllu, er fyrir augu bar, þótt sauðfjárrækt
væri eðlilega efst á baugi. Dagana 16. — 23. maí heimsótti