Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 134
126
BÚNAÐARRIT
framleiðslu og eggja- og fuglakjötsframleiðslu. Eggja-
markaðurinn er mjög takmarkaður sem stendur, en það
mætti auka liann verulega, ef alifuglaeigendur gerðu
meiri áróður og fræðslustarf um hagnýtingu eggja til
matargerðar. Nú lætur nærri, að meðalneyzla í landinu
sé um 5 kg eggja á mann, eða tveir um liverja hænu.
1 háþróunarlöndum, s. s. í U.S.A. og neyzluhæstu löndum
Evrópu, liefur eggjaneyzla aukizt verulega á síðasta
áratugi, og eru liæstu eggjaneyzluþjóðir komnar allt upp
í 15 kg af eggjum á ári á mannsbarn. Þannig mætti þre-
falda hér eggjaneyzlu með matreiðslunámskeiðum og
áróðursstarfi, ef áliugi væri fyrir slíku, en aukin eggja-
neyzla mundi sennilega verða á kostnað kjötneyzlunnar.
Fuglakjötsneyzlan fer talsvert í vöxt, og láta framleið-
endur fremur vel af sölunni enn sem komið er. Sama
má segja um svínakjötið. Ekki hefur borið á neinni sölu-
tregðu á svínakjötinu, þótt framleiðendum þess fjölgi.
Nú, þegar liafinn er innflutningur á ódýrum fóðurblönd-
um og ódýru kjarnfóðri almennt, er sennilegt, að fjör-
kippur komi í framleiðslu á afurðum þessara búgreina,
því að á sviði þeirra er kjarnfóður- og fóðurblöndu-
verzlunin mikilvægust.
Með því verði á kjarnfóðri, sem útlit er fyrir að verði
í landinu nú eftir breyttar innflutningsreglur, hlýtur
svínakjötið að skapa kindakjötinu harða samkeppni.
Skal það sýnt hér með ljósu dæmi. Með sæmilegri þekk-
ingu og vinnubrögðum er auðvelt að framleiða livert kg
af svínakjöti úr 5 kg af kjarnfóðri. Nú virðist útlit fyrir,
að verð á svínafóðurblöndum geti orðið ca. kr. 5.50 á kg.
Fóðurkostnaður á framleiðslu hvers kílógramms af svína-
kjöti verður þá um kr. 27.50. Bóndi getur með hóflegum
tilkostnaði breytt 200 kinda húsakosti í svínahús fyrir 12
gyltur og grísi, sem undan þeim alast. Hver gylta gefur
um 1000 kg af svínakjöti (bacon-svínaeldi). Með því að
selja svínakjötið á sama lieildsöluverði og dilkakjötið er
skráð 23. sept. s. 1., eða kr. 52.12, þá má reikna með, að