Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 135
SKYRSLUli STARFSMANNA
127
framleiðandinn fái í sinn hlut ca. kr. 39.50, þegar slátr-
unarkostnaður, heildsöluálagning og söluskattur er frá
dregið. Tólf gyltur geta þá vel gefið um 144 þúsund kr.
fyrir vinnu og liúsaleigu. I góðum svínahúsum geta ein-
yrkjar auðveldlega annazt um 25 - 30 gyltur. Eru þá
notuð hjálpartæki (sjálfvirkni), sem fást víða í löndum
og eru orðin tiltölulega ódýr í innkaupum.
Bændur þurfa að kynna sér vel þá nýju möguleika,
sem skapazt liafa við ])á stefnu í landbúnaðarmálum, að
liafa ótakmarkað og ótollað erlent kjarnfóður og fóður-
blöndur hér á markaði. Það, sem liér er bent á í svína-
kjötsframleiðslu, gildir einnig og engu síður um fugla-
kjötsframleiðslu og kálfakjötsframleiðslu með gervimjólk
og fóðurbæti.
Svínakjötið liefur ekki verið greitt niðtir, eins og gert
er til að örva neyzlu kindakjötsins, en úr ríkissjóði eru
greiddar kr. 23.18 á livert kg af dilkakjöti í 1. verðfl.
Aukin kjötframleiðsla af svínum, alifuglum og kálfum,
sem byggist á innfluttu fóðri, getur þannig sparað niður-
greiðslur úr ríkissjóði, en að óbreyttri kindakjötsfram-
leiðslu lilýtur það að stórauka þarfir á útflutningsupp-
bótum. Þar kemur liins vegar annað sjónarmið til greina
en þegar um niðurgreiðslur er að ræða.
2. Hrossaútflutningur
Þessi verzlun á í miklum erfiðleikum, og óvíst er, liversu
lengi hún niun lialda áfram, ef lieldur sem nú liorfir.
Búnaðarþing markaði stefnu í hrossaútflutningsmálum
árið 1952 eða ’53. Var þá kosin nefnd til að gera tillögur
um kynningu á íslenzkum reiðbestum erlendis og reyna
að vinna markað fyrir slíka liesta eða ótamin liross af ís-
lenzkum reiðliestakvnjum. Þetta gekk að mörgu leyti bet-
ur en menn í upphafi gerðu sér vonir um, en þegar þessi
verzlun var að komast á, fékk hún margvíslegan andbyr.
í starfsskýrslu minni til síðasta Búnaðarþings benti ég á