Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 143
SKÝRSLUR STARFSMANNA 135
og skulu þau, sem ég lief haft með liöndum, rakin í eft-
irfarandi atriðum:
1. Bréfavi&skipti innan lands og utan hafa að vanda
verið all umfangsmikil og skipta þau hundruöum á árinu,
sem ég hef skrifað, svo sem venja er til.
1 sambandi við ráðstefnu, sem Nordiske Jordbrugs-
forskeres Forening liélt hér á landi, var ég af Islandsdeild
félagsins kjörinn til þess með öðrum að undirbúa ráð-
stefnuna. Fyrir tveimur árum höfðu forystumenn liag-
fræðideildar félagsskaparins skrifað mér og mælzt til
þess, að ég undirbyggi komu þeirra hingað til lands á
árinu 1966. Seinna var ákveðið, að fleiri deildir kæmu,
og þær urðu 5, er á reyndi, en umrædd deihl hélt fast
við, að ég liefði sérlega hlutdeild í undirbúningi liennar
vegna. Hafði það í för með sér allmikil bréfaviðskipti
og í áframhahli af ráðstefnunni skriffinnsku og ráðstaf-
anir vegna útgáfu erinda þeirra, sem á fundum umræddr-
ar deildar voru flutt, en ég stýrði öllum fundum liennar
og var fararstjóri í tvo daga fyrir sömu aðilja og veitti
viðeigandi upplýsingar um þau efni, er snertu kynnis-
förina.
Samskipti við FATIS í París hafði ég eins og að undan-
förnu, en starfssvið þeirrar deildar innan samstarfs
margra þjóða liefur þrengzt síðustu árin og er nú eigin-
lega ekki orðið annað en útgáfa ritsins FATIS REVIEW,
sent kemur út 4-5 sinnum á ári og er sent til okkar í
20 eintökum, er héðan eru svo send til ráðunauta og
vissra stofnana.
2. Upplýsingaþjónusta Nor&urlanda hefur haldið
áfram eins og að undanförnu, með samvinnu um fram-
leiðslu sýningarbúnaðar í þágu landbúnaðarins. Vegna
veikinda gat ég ekki mætt á ráðstefnu um þessi mál, er
Jialdin var í Svíþjóð í júnímánuði. Nokkrar nýjar kvik-
myndir fengum við á vegum samvinnunefndarinnar.
3. Kvikmyndasafn Búna&arfélags íslands telur nú
rúmlega 100 myndir. Að vísu eru þær elztu, sumar, orðn-