Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 149
SKÝRSLUR STARFSMANNA
141
er á vetur sett innan liinna einstöku greina bústofnsins,
en allar kynbætur eiga að miða að því að efla þá eigin-
leika, er tryggja vaxandi lireysti og aukna afurðabæfni
hverrar skepnu. Að vissu marki er liægt að nota beima-
fengið fóður handa batnandi bústofni, en aðeins að vissu
marki, það gerir einliæfni heimafengna fóðursins, magn
trénis, sem í því er og skepnurnar geta aðeins liagnýtt að
vissu marki. Þess vegna verður kraftfóður í vaxandi mæli
notað.
Öryggi um ásetning, miðað við bústofn, hefur aldrei
verið sterkur þáttur í fari íslenzkra bænda. Að vísu eru til
vissar sveitir, þar sem gamlar reglur gilda um hlutfallið
milli á vetur setts búpenings og þeirra fóðurbirgða, sem á
sumrinu hefur verið aflað.
Annars staðar virðast tilviljunarkenndar ráðstafanir
eða engar ílilutanir ráða, og liver einn skal sjá um sig. 1
nútíma þjóðfélagi getur síðara dæmið ekki gengið til
lengdar svo vel fari. Því meira sem liorfið er frá því að
láta náttúruöflin ráða um afdrif öll, því síður er hægt að
una við tilviljunarlögmál í þessum efnum. Nútímabónd-
inn Idýtur að semja sig að lögmálum og forskriftum al-
mennrar hagfræði — og í búskapnum þá að búnaðarhag-
fræði — og þar er fóðurbirgðaatriðið sérlega mikilvægt.
Á árinu 1966 var við ramman reip að draga á þessu
sviði meðal íslenzkra bænda. Örlög á Austurlandi, eftir
kalsumarið 1965, voru þung í skauti búenda og aðstoð
þeim til banda var eðlileg og sjálfsögð eins og liorfði
veturinn 1965 - 66. 1 skýrslu minni í fyrra var nokkuð
komið inn á þessi mál og þess getið, að ég liafi verið til-
nefndur sem einn af þremur til þess að standa að fram-
kvæmdum við útvegun fóðurs til Austurlands.
Allt það mál var svo umfangsmikið, að ólíklegt er, að
það verði endurtekið í sömu eða líkri mynd öðru sinni,
þótt á þyrfti að lialda.
Frá þremur landsblulum voru flutt til Austurlands á
fjórða þúsund tonn af beyi, með tilstilli umræddrar